Parket Nasistinn

Ég er ennþá brosandi eftir baseball úrslit gærdagsins. Byrjaði daginn í dag á því að horfa á fagnaðarlætin aftur. Ég veit ekki hvort það er eitthvað að mér, en ég táraðist við að horfa og hlusta á fagnaðarlætin. Hmmm… Kannski tek ég íþróttir of alvarlega.

Allavegana, þá er ég það ánægður að mér var bara drullusama þótt Liverpool hefði tapað. Það hefur aldrei gerst áður. Ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að Emile Heskey er anti-kristur, sendur af illum máttarvöldum til að fara óheyrilega í taugarnar á mér.


Annars er ég búinn að finna mér parket, sem ég ætla að leggja á íbúðina. Málið er að svalahurðin fauk upp meðan ég var í Rússlandi og það rigndi inná parketið, svo það er í rúst. Það er nokkuð skemmtileg tilfinning að vita til þess að parketið sé að fara. Ég hef til dæmis mjög gaman að því þessa dagana að draga húsgögn eftir parketinu, helst á þann hátt að þau rispi það sem allra mest.

Ég er hins vegar viss um að ég mun breytast í algeran parket nasista þegar nýja parketið verður komið á. Mun breytast í geðveikt tense típu, sem mun fríka út þegar fyrsta rispan kemur á nýja parketið. Banna öllum að vera í skónum inni og hundskamma þá, sem verða ekki við þeim tilmælum.


Í gær fór ég á djammið með tveimur hjónum! Ekki nóg með það, heldur var ég elsti maðurinn í hópnum. Er ég að verða gamall? Neibbs! Meira um það síðar.

Er til leiðinlegra sjónvarpsefni en þessi blessaði Formúla 1 kappakstur? Ég leyfi mér að efast um það.

One thought on “Parket Nasistinn”

  1. Já, Heskey er andskotinn sjálfur, en að mínu mati var Liverpool að spila nokkuð vel í dag, mörkin komu eftir “óvenjuleg” varnarmistök, maður er ekki vanur að sjá Hyypia gefa mark eins og í fyrsta markinu í dag. Bölvuð óheppni að Kewell skoraði ekki í lokin og í raun ótrúlegt að varnarmaður Charlton (sem ég man ekki hver var) skyldi ekki hafa fokið útaf eftir tveggja fóta tæklinguna á Smicer.

    Ég þjáðist af parketnasisma þegar ég bjó í síðustu íbúð, keypti rosalega flott parket á stofuna og ganginn og var svo að drepast úr stressi næstu mánuði. Var eiginlega hálf þakklátur þegar fyrsta (alvöru) rispan kom loks. Þar sem ég bý núna eru gólfefni viðbjóður og ég bíð færis að geta keypt parket . Þrátt fyrir að maður stressist er bara svo gaman að hafa almennilegt gólfefni.

Comments are closed.