PC myndaalbúm

Mig vantar gott forrit til að búa til myndaalbúm fyrir vefinn á PC. Það þarf að hafa innbyggðan FTP stuðning og möguleika á að breyta HTML kóða, svo maður geti búið til sitt eigið útlit.

Ég á nokkuð gott forrit á Makkanum mínum en mig vantar sniðugt forrit fyrir PC. Það má alveg kosta eitthvað. Einhverjar tillögur??? Sendið mér endilega póst.

Uppfært: Ég fann mjög gott myndaalbúmaforrit, sem hægt er að stilla á alla vegu og bæta inn HTML. Þetta er alger snilld, heitir Express Thumbnail Creator 1.4 og fæst hér.