Petals around the rose

Yeesss!!! Ég rakst á [þessa þraut](http://www.borrett.id.au/computing/petals-j.htm) á síðunni hans [Halla](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/archives/000214.html). Í gær glímdi ég við þetta í hálftíma en áttaði mig ekki á lausninni. Svo áðan datt mér eitt í hug og prófaði það og það virkaði! Þannig að ég er semsagt búinn að fatta lausnina (sönnunargagn). Mikið er ég stoltur! Mæli með að fólk [prófi](http://www.borrett.id.au/computing/petals-j.htm)


Annars var ég með starfsmannapartí á Serrano heima hjá mér í gærkvöldi. Það stóð yfir til klukkan 3 með tilheyrandi fjöri. Íbúðin mín er öll í drasli, en ég er kominn hálfa leið með þrifin.

Er gríðarlega stoltur af því að ég vaknaði klukkan 8 til að fara á fund hjá [framtíðarhópnum](http://www.framtid.is/). Óhófleg kaffidrykkja varð þess valdandi að ég komst vel frá þeim fundi og er núna gríðarlega hress eftir að hafa fengið mér búllu hamborgara í hádegismat.

Horfði svo á [mest frúestrerandi knattspyrnulið í heimi](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/16/16.16.36/) og er nú að reyna að safna krafti til þess að fara útí matvörubúð til að klára undirbúning fyrir matarboð í kvöld. En mikið djöfull getur gengi Liverpool dregið úr mér allan kraft.