Pop-under auglýsingar

Þetta er mjög gott málefni. Þessar pop-under auglýsingar (gluggar, sem opnast undir þeim glugga, sem þú ert að skoða) eru orðnar verulega pirrandi, þrátt fyrir að þær séu bara búnar að vera í gangi í nokkra mánuði. Núna virðast fyrirtæki, sem hýsa heimasíður einstaklinga vera farnar að nota þetta til að ná inn meiri pening.

Ég hef orðið var við auglýsingar t.d. hjá gummajoh.net. Þar koma upp alls kyns klám fídusar, svo sem að auglýsingarnar bjóða manni strax að setja inn einhver forrit og einnig spyrja þær mann hvort maður vilji breyta um upphafssíðu. Þetta er óþolandi og er árás á heimasíður viðkomandi einstaklinga. Sem betur fer er ég svo heppinn að skólinn minn vistar mína heimasíðu.

Þetta er einstaklega neikvætt sérstaklega þegar um persónulegar heimasíður, því sá sem heldur uppi síðunni getur lítið gert í málinu, nema segja upp þjónustunni (sem er jú ókeypis).