Rangfærslur

Stjórnarformaður KB-Banka [segir](http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1191139):

>Kaupþing banki hefur aldrei verið sterkari en nú, og eina hættan sem að honum steðjar og hann hafi ekki verið viðbúinn eru rangfærslur eða misskilningur á bankanum sem skjóta upp kollinum aftur og aftur. Þetta sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi bankans sem haldinn var í dag.

Mikið væri ég til í að eiga fyrirtæki, þar sem að “eina raunverulega hættan” gagnvart rekstri er sú að fólk útí bæ misskilji fréttir af rekstrinum. Það hlýtur að vera ljúft.

4 thoughts on “Rangfærslur”

  1. Gott dæmi um “gæðaskrif” á mbl.is. Erfitt að sjá hver meiningin átti að vera nákvæmlega.

    En hvernig sem maður túlkar mbl-skuna þá er þetta nokkuð glæfraleg fullyrðing hjá Sigga…

  2. Björn, Þetta er skýrara í prentuútgáfu Moggans í gær (þar sá ég þetta fyrst). Þar stendur:

    >Eina raunverulega hættan sem bankinn stendur frammi fyrir eru þrálátar rangfærslur um eða misskilningur á starfsemi hans.

    >Þetta sagði Sigurður Einarsson… á aðalfundi

Comments are closed.