RSS Tenglar

Ég var að uppfæra aðeins tengla síðuna mína. Ég hafði ekki lagað þá síðu lengi. Allavegana þá setti ég inn lítinn ramma með RSS uppfærslum. Því koma þar nýjustu fyrirsagnirnar á þeim íslensku síðum, sem ég heimsæki oftast. Einnig uppfærði ég þær erlendu síður, sem ég skoða oft.

Þetta virkar ekki fyrir Netscape 4. Fyrir þá, sem eru að skoða þessa síðu með Netscape 4, í guðanna bænum, skiptið um ‘browser’ eða einfaldlega uppfærið.