Samkeppni

Hver segir að það sé ekki gagnlegt að vera áskrifandi að The Economist? Í heftinu frá 25.nóvember (vá, ég er bara mánuði á eftir í lestri á blaðinu) þá er [skemmtileg grein](http://www.economist.com/science/displaystory.cfm?story_id=E1_RPTPSVR) um daður í vísindahluta blaðsins.

>IF YOU have ever sat alone in a bar, depressed by how good-looking everybody else seems to be, take comfort—it may be evolution playing a trick on you.

Sálfræðingurinn Sarah Hill gerði nokkuð sniðuga könnun. Hún fékk fólk af báðum kynjum til að skoða myndir af fólki af eigin kyni og gagnstæða kyninu og gefa þeim einkunn. Þannig að karlmenn sáu myndir af konum og gáfu þeim einkunn og svo sáu þeir myndir af öðrum körlum og gáfu þeim einkunn eftir því hvernig þeir héldu að konur litu á þá.

Og niðurstöðurnar eru þær að kynin halda að aðrir af sama kyni séu meira heillandi fyrir gagnstæða kynið heldur en þeir í raun og veru eru. Þannig að karlar héldu að aðrir karlmenn væru meira heillandi fyrir konur en konum fannst þeir vera.

Þetta er líka áhugavert:

>As studies show, and many women will attest, men tend to misinterpret innocent friendliness as a sign that women are sexually interested in them. Dr Haselton and Dr Buss reasoned that men who are trying to decide if a woman is interested sexually can err in one of two ways. They can mistakenly believe that she is not interested, in which case they will not bother trying to have sex with her; or they can mistakenly believe she is interested, try, and be rejected. From an evolutionary standpoint, trying and being rejected comes at little cost, except for hurt feelings. Not trying at all, by contrast, may mean the loss of an opportunity to, among other things, spread one’s DNA.

>There is an opposite bias in women’s errors. They tend to undervalue signs that a man is interested in a committed relationship. That, the idea goes, is because a woman who guesses wrongly that a man intends to stick around could end up raising a child alone.

Jammmm…