1 SEK = 15,26 ISK

Þegar að Davíð er búinn að ná sér niður úr skýjunum yfir því að hafa náð til sín Glitni, þá mætti hann byrja að líta aðeins á gengisþróun hans heittelskuðu íslensku krónu.

Í mars þegar að við sömdum um fjármögnun á veitingastöðum í Svíþjóð þá kostaði sænska krónan 10,5 íslenskar krónur.

Í dag fór svo sænska krónan yfir 15,25. Það þýðir að þessi pakki, sem við ætluðum okkur í Svíþjóð hefur hækkað um 45%. Hvernig í fokking andskotanum á að vera hægt að búa á þessu landi með svona sveiflur í gjaldmiðlinum? Hversu lengi getur Sjálfstæðisflokkurinn haldið áfram þessum leikjum, sendandi menn útum alla Evrópu í einhverjum spurningaleik til þess eins að tefja tímann? Hversu lengi geta þeir látið einsog allt sé í lagi?

Það er fjármálakreppa alls staðar. En íslenska þjóðin er eina þjóðin, sem þarf að sætta sig við að eignir sínar rýrni um 50% á hálfu ári, alveg sama hversu varkárir menn hafa verið í sínum fjárfestingum. Bara það að eiga krónur inná bankabók hefur reynst miklu áhættusamari fjárfesting fyrir okkur heldur en fyrir aðrar þjóðir að eiga peninginn í hlutabréfum.

Það er hneyksli.

* * *

Smá viðbót. Japanske jenið er semsagt orðið jafnhátt krónunni. Krónan hefur rýrnað um 86% gagnvart jeninu á einu ári.

Til hamingju, Davíð!

6 thoughts on “1 SEK = 15,26 ISK”

  1. já þetta er ótrúleg þróun. íslenska krónan hefur alltaf verið gjaldmiðill með miklu flökti en ástandið í dag tekur alveg steininn úr þessu!

    og hvað er þetta glitnis-mál annað en sandkassaleikur valdamanna….? sem endar með því að davíð nær að koma jóni ásgeiri “vini” sínum í opna skjöldu með því að láta hann tapa fleiri tugi milljörðum og líka sem er mjög mikið atriði í sandkassaleikjum, að eiga síðasta orðið….í bili.
    síðast þegar ég athugaði, þá þurfti ekki heilt ríki til að bakka upp endurfjármögnun banka á skammtímaskuldum. ótrúlegt. hræðilegt fyrir hluthafa í glitni.

    svo er íslenska krónan sér-kafli útaf fyrir sig sem maður varla hefur geð í að ræða frekar. jesús minn almáttugur hvað maður verður pirraður á að ræða þetta.

    einar, þú ert búinn að gera mig brjálaðan! 😉

  2. Þetta kemur sérstaklega illa við íslenska námsmenn erlendis. Leiga,.. matur og bara allar helstu nauðsynjavörur eru nánast 50% dýrari fyrir okkur en innfædda. Maður grætur allaveganna sáran þegar maður þarf að kaupa sér eitthvað hérna úti.

    Einar,.. ég treysti á þig að þú farir nú að koma þér almennilega fyrir í þessum stjórnmálum og takir við þessum Seðlabanka. Ég hef mikið meiri trú á þér í brúnni en núverandi, úr sér gengna, seðlabankastjóra. Kv. frá Sverige,.. Borgþór.

  3. Jams, sem námsmaður erlendis hef ég fundið verulega fyrir þessum sveiflum í krónunni. Þegar hún byrjaði að falla í mars kom upp sú staða að ég átti ekki pening til að framfleyta mér!!
    Ég bara hreinlega skil ekki hvernig svona þróað land eins og ísland leyfir sér að halda svona hrikalega óstabílum gjaldmiðli þegar þeir hafa aðra kosti!

    Fyrir utan hvað matur, strætó, lestir og allt er dýrt núna, væru skólagjöldin svona 70% lægri ef við værum í ESB…

    Íslenska ríkisstjórnin er eflaust þrjóskasta og mest ‘self-destructive’ ríkisstjórn í evrópu þessa stundina

  4. Pundið er í 196 núna, en var í 128 þegar ég sótti um í skólann…. þetta er gjörsamlega út úr kortinu!
    Ég er alveg innilega sammála þessari færslu og sérstaklega þessari gullnu setningu: “Hversu lengi getur Sjálfstæðisflokkurinn haldið áfram þessum leikjum, sendandi menn útum alla Evrópu í einhverjum spurningaleik til þess eins að tefja tímann?”

Comments are closed.