Síðustu vikur

Á síðustu vikum hef ég:

– Ekki nennt að blogga (nema á Liverpool blogginu)
– Verið hamingjusamur
– Farið á laugardagskvöldi á Ólíver (enn léleg tónlist), Rex (ég er ekki enn nógu gamall fyrir þann stað), Victor (verulega skrýtið), Vínbarinn (í 15 mínútur, til að hitta fólk – ef ég er ekki nógu gamall fyrir Rex, þá er ég ekki nógu gamall fyrir Vínbarinn), Pravda (veit ekki af hverju), Sólon (í 5 mínútur – í fyrsta skipti í 3 ár – sama stelpan er enn að afgreiða á barnum, það hlýtur að vera einhvers konar met), 11 (reyndar of snemma um kvöld), Apótek (brilljant Mojito) og Vegamót (loftræsting – halló?!)
– Borðað hamborgara á Óliver – sem hlýtur að vera besti hamborgari á Íslandi.
– Farið uppí sveit oftar en einu sinni.
– Prófað eitthvað annað en pad thai af matseðlinum á krua thai. Kjúklingur í panang karrý er líka fokking snilld!
– Verið tekinn fyrir of hraðann akstur í Hvalfjarðargöngunum.
– Orðið reiður yfir Íslandi og álæðinu.
– Uppgtövað að það kostar bara 250 kall að þrífa og strauja skyrtu í efnalauginn í JL húsinu. Þessi uppgötvun olli nánast byltingu í mínu lífi.

Svo hafa orðið breytingarnar í mínu persónulega lífi. Þær hafa verið góðar.

3 thoughts on “Síðustu vikur”

  1. Hvar er Krua Thai? Bara svona ef ske kynni að maður verði eitthvað á Íslandi á næstunni!!!

  2. Besti hamborgarinn á Óliver. Ég gæti ekki verið meira ósammála. Síðan er panang karrý-ið á Krúa ekki fokking snilld! :biggrin:

Comments are closed.