Slys á næturklúbbi

Mér brá mjög þegar ég heyrði þessa frétt í útvarpinu áðan. Þegar ég kom heim var náttúrulega það fyrsta sem ég gerði að skoða hvort þetta væri klúbbur, sem að vinir mínir sækja.

Svo reyndist ekki vera. Það dóu 21 í troðningi á næturklúbbi í Suðurhluta Chicago. Einhver dyravörður notaði mace til að brjóta upp slagsmál en þá greip um sig ótti á staðnum og fólk reyndi að komast út um dyr, sem voru læstar. Í troðningum létust svo 21. Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt að svona skuli geta gerst. Um 1500 til 2000 manns voru í klúbbnum.

2 thoughts on “Slys á næturklúbbi”

  1. Ég sá eitthvað um þetta í fréttatímanum -var þetta ekki einhverstaðar í syðri og dekkri hluta bæjarins?

  2. Jú, þetta var á South Side. Það var nú eiginlega þannig, sem maður útilokaði að vinir mínir væru á klúbbnum. Fórum ekki mikið niður á White Sox svæðið.

    Annars var víst einhver á staðnum, sem öskraði “hryðjuverk” þegar að mace-inu var spreijað og þá urðu allir sturlaðir af hræðslu. Alveg hræðilegt.

Comments are closed.