Smá breytingar

Ég er búinn að breyta blogginu aðeins. Aðallega til að hafa aðeins meira líf í því. Ég er að verða latari og latari við að setja inn lengri færslur, en ég er mikið á netinu á daginn og mig langar oft til að deila með fólki skemmtilegum greinum, myndböndum, eða öðru. Hlutir sem verðskulda varla heila bloggfærslu.

Þannig að nú mun ég hafa slíkar ábendingar sem nokkurs konar tenglablogg, sem blandast þó öðru efni á síðunni. Þessir tenglar koma ekki á venjulega RSS skjalinu fyrir síðuna, en það er hægt að nálgast RSS skjal fyrir tenglana hérna.

Vonandi verður þetta til að gera þessa síðu aðeins líflegri.

10 thoughts on “Smá breytingar”

  1. Já, ég nota FeedWordpress til að taka inn tengla af Del.Icio.Us síðunni minni. Svo nota ég Aside Shop til að láta þetta líta út öðruvísi en venjulegar færslur.

  2. Okei. Ég þar aðeins að skoða þetta. Ég vildi ekki spam-a Blogg gáttina með öllum tenglunum (ekki það að þeir séu ekki betri en margt sem er þar :-))

  3. Já, ég þarf að gera það. Ég þarf bara að biðja BloggGáttina að færa sig yfir í tenglalaust feed, en ég geri ráð fyrir að þeir sem fylgjast með mér í sínu eigin forriti hafi áhuga á tenglunum.

  4. Er það ekki þannig á Blogggáttinni að bara nýjasta færsla hvers dags birtist? Þannig að þótt að þú birtir 10 færslur á degi þá sést bara sú nýjasta?

Comments are closed.