Snooze, Gwen og lokuð augu á Hverfisbarnum

Gwen Stefani er ekki bara [fáránlega sæt](http://mapage.noos.fr/necrofries/Gwen%20Stefani/3093gwen25.jpg), heldur á hún líka annað af tveim uppáhaldslögunum mínum í dag, What you waiting for. Hitt uppáhaldslagið er Drop it like it’s hot. Þessi lög bera það með sér að ég er nýkominn úr langri ferð, þar sem MTV hefur verið eina stöðin, sem horfandi hefur verið á á hótelherbergjum.

Samkvæmt óformlegri könnun minni þá voru þrjú lög í rotation á MTV. Þessi tvö og nýja lagið með Britney, sem ég fíla ekki.


Ég hef komist að því undanfarnar vikur að líf mitt er barátta á milli tveggja persóna. Þess Einars, sem fer að sofa á kvöldin og þess Einars, sem vaknar á morgnana.

Sá Einar, sem fer að sofa á kvöldin, stillir vekjaraklukkuna alltaf þannig að hinn Einar hafi nægan tíma til að borða morgunmat og lesa blöðin áður en hann mætir í vinnunna. Sá sem vaknar er hins vegar sannfærður um að hann þurfi aðeins fimm mínútur til að sinna þessu hlutum.

Í gær datt þeim Einari, sem fer að sofa, það snjallræði í hug að auk hefðbundinnar vekjaraklukku, þá stillti hann einnig vekjarann í gemsanum og setti gemsann á mitt gólf, þannig að ekki væri hægt að ná í símann án þess að fara frammúr. Einar, sem vaknaði, fattaði hins vegar að vekjarinn í símanum endist bara í 2 mínútur og því brosti hann og svaf af sér þær tvær mínútur. Ég veit ekki hvort ég á að taka að mér drastískari aðgerðir til að reyna að vakna á sama tíma, þar sem að þessi aðferð klikkaði.

Ég held í raun að snooze takkinn sé einhver alversta uppfinning allra tíma. Ég hef verið að spá í hvað ég gæti gert til að vakna alltaf á sama tíma. Kannski að vekjaraklukka án snooze takka sé málið? Svo gæti ég líka drifið í að finna mér kærustu og eignast börn, einsog virðist vera í tísku í vinahópnum mínum. En það finnst mér full drastísk lausn og auk þess tekur hún nokkra mánuði að virka.

Er einhver með góð ráð? Er hægt að fara í meðferð við þessari snooze sýki?


Annað mál: [Væri](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6143) [ekki](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6153) [ráð](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6156) [fyrir](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6362) [Hverfisbarinn](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6369) [að](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6382) [taka](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6406
) [út](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6407
) [myndir](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6355
) af [viðskiptavinum](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6112
), [þar](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6158
) [sem](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6173
) [fólk](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6181
) er [annaðhvort](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6206
) að [gretta](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6229
) sig eða með [lokuð](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6097) [augun](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6297
)?

12 thoughts on “Snooze, Gwen og lokuð augu á Hverfisbarnum”

 1. Ég á einmitt við sama vandamál að stríða, get ekki fyrir nokkurn mun hætt að snúsa. Ef ég stilli klukkuna seinna þá þýðir það bara að ég hef nákvæmlega engann tíma til að taka mig til fyrir vinnu og mæti jafnvel of seint :confused:
  Endilega deila með okkur ef þú dettur niður á lausnina á þessu snúsvandamáli. Kannski er lausnin að stofna stuðningshóp og fá einhvern til að hringja í mann á morgnana, hringja sko þangað til maður drullast á fætur.

 2. Já, sama vandamál hér. Held reyndar að það sé enginn Tobbi á morgnanna því hann fer sjaldan fram úr. Fjórar vekjaraklukkur + sími (snooze á öllu) virka ekki.

  Þeir segja það einmitt sem vita að ungabarn sé besta vekjaraklukkan. Er hægt að leigja svoleiðis?

  kv, tobs

 3. kaupið ykkur gamaldags vekjarklukkur(killer hringingar) og ekki hafa þær á náttborðunum!!!! Ég á við öfugt vandamál að stríða, ég get ekki sofið út á morgnana og hef aldrei getað það, nema þegar ég hef verið að skemmta mér. Bara vakna. Þetta er mikill galli á ferðalögum þegar allir aðrir eru sofandi. Reyndar finnst mér fátt eins notalegt og að borða á morgnana og lesa blöðin. Og Tobbi, held að margar þreyttar mæður myndu vilja lána þér börnin sín á morgnana án endurgjalds 🙂

 4. Það er bara svo ógeðslega gott að snúsa – af hverju ætti maður að hætta slíku 🙂

  Fátt betra en að kúra hálftíma í viðbóð (4 snús eða svo) á morgnana.

 5. Einsidan, aldurstakmarkið er að ég held 20 ár, en í praxís virðist kynþroski vera aðalskilyrði fyrir inngöngu 🙂

  Og Matti, ég veit að snúsið er gott, en það er bara vandamálið við að hemja fjölda snúsa. Í gær voru þau til dæmis 3 en í dag 6. Það er vandamálið. :confused:

 6. Ég snúsaði þrisvar í morgun og var samt vaknaður kl. 4.50 til að mæta kl. 5 í vinnuna. Ég var byrjaður að snúsa kortér yfir 4 … er það eðlilegt? :confused:

 7. Ég byrjaði að snúsa klukkan 6.30 og var vaknaðir klukkan 7.35. Það finnst mér vera langt frá því eðlilegt.

  En jesús, hvað ég vorkenni þér yfir því að þurfa að mæta kl 5.

 8. Fáránlega erfitt að vakna á morgnanna, samþjáist með þér. Mér hefur dottið í hug að kaupa kaffivél sem að býr til kaffi á vissum tíma á nóttunni, þannig að maður kannski mögulega hugsanlega langi á fætur þegar að maður finnur kaffilykt. Líka mál að byrja að reykja og vera það húkt að maður verður að vakna til að fá sér sígó :tongue:

 9. Ég tók það nú að mér eitthvert sumarið í bæjarvinnunni að vekja vinkonurnar svo þær myndu mæta á réttum tíma í vinnunna. Bossinn okkar var nefnilega svo rosalegur (enda ekki kallaður Kastró fyrir ekki neitt) að ef maður mætti 5 mín. of seint þá sendi hann mann heim aftur. Fjárhagslega þá var það ekki að virka…

  Ég get svosum endurtekið leikinn. Umsóknum og verðhugmyndum má skila inn á síðuna mína.

  Svo getur fólk svosum alltaf fengið barnið mitt lánað .. má samt ekki vera barnaníðingar. Það versta er að barnið sefur oftast lengur en ég (nema þegar það má sofa út!) .. og tekur það lengstan tímann á morgnana að koma því á fætur :confused:

 10. nýi síminn minn er bara með 5 mín snúz.. meðan gamli var með 9 mín.. 5mín er alveg vonlaust, ég sver það ef ég hefði vitað þetta hefði ég ekki keypt hann!

Comments are closed.