Sóóóól!

Þetta veður er alveg magnað. Ég er hérna inni til að KÆLA mig. Já, þið lásuð þetta rétt. Er búinn að vera að lesa úti á svölum í sólbaði. Veðrið hérna í Vesturbænum er æði.

Annars þá fór ég seinni partinn í gær útað hlaupa meðfram Ægissíðunni. Þetta minnti svei mér þá á “the Lakefront” í Chicago á góðum degi. Það eina, sem vantaði var að stelpurnar á línuskautum væru í bikiní líkt og í Chicago. Come on, stelpur – þið verðið að standa ykkur!!!

Meðan ég var að hlaupa var ég að hlusta á soundtrackið úr Rocky 4. Gunni vinur minn hafði minnt mig á það soundtrack, með því að spila Training Montage í partíi hjá sér. Ég fór á netið og reddaði mér soundtrackinu (þegar ég var lítill átti ég þetta á plötu). Þessi plata er náttúrulega alger snilld. Manni langar hreinlega að taka 50 armbeygjur eftir að hafa hlustað á plötuna.

Til dæmis er þessi texti þeirra Survivor manna náttúrulega snilld (úr Burnig Heart)

Two worlds collide
Rival nations
It’s a primitive clash
Venting years of frustrations
Bravely we hope
Against all hope
There is so much at stake
Seems our freedom’s up
Against the ropes
Does the crowd understand?
Is it East versus West
Or man against man
Can any nation stand alone

In the burning heart
Just about to burst
There’s a quest for answers
An unquenchable thirst
In the darkest night
Rising like a spire
In the burning heart
The unmistakable fire
In the burning heart

Þegar þú hefur hlustað á þetta lag og Training Montage, þá líður þér einsog þú gætir tekið 150kg í bekkpressu (ekki reyna það samt)!

One thought on “Sóóóól!”

  1. Ég get nú næstum tekið 100 kg. En það er kannski ekki að marka því mér skilst að maður eigi að geta tekið eiginn líkamsþyngd!

    Djöfull er ég sammála þér með stelpurnar!

Comments are closed.