Spurning

Þegar að menn eru að gera kynningu fyrir fyrirtæki, sem á eftir eitt ár að vera virði 642.000.000.000 króna (642 milljarða), geta menn ekki lagt svona 30 þúsund kall í að láta búa til almennilega kynningu fyrir sig?

Á einni síðunni nota menn bæði kassa og hringi sem bullet point, letrið er ljótt, kynningin nær út fyrir svæðið sem henni er ætlað og svo eru í henni enskar málfarsvillur.

Þeir hefðu átt að nota Keynote.

(via)

* * *

Jæja, ég er víst að fara á Þjóðhátíð í dag. Á flug um hálf átta í kvöld til Eyja. Þar verður væntanlega fjör. Ég sé að mbl.is er farið að spá rigningu á sunnudag og mánudag í Eyjum. Vonandi verður það ekki alveg jafnslæmt og síðast þegar ég var í Eyjum.

Ég er orðinn verulega spenntur.

3 thoughts on “Spurning”

  1. Það verður svo leiðinlegt í Eyjum! Nei.

    Ég er kominn með svo mikinn fiðring..

Comments are closed.