Spurningalisti

Jæja, þá er síðan með Ungfrú Reykjavík komin upp. Ég get nú lítið talað um að sú keppni sé sponsor-uð, nema þá að K sé eitthvað að [styrkja](http://ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=27) keppnina.

En allavegana, hver keppandi fær þennan líka ljómandi skemmtilega [spurningalista](http://www.ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=32), sem þær svara misvel. Þar sem ég hef ekki skrifað inn neitt af viti undanfarna daga ætla ég að spreyta mig á [listanum](http://www.ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=21):


**Foreldrar:** Einar Kristinsson & Ólöf Októsdóttir

**Nám-Vinna:** Markaðsstjóri

**Áhugamál:** Fótbolti, Ferðalög, tónlist, aðrar íþróttir

**Draumastarfið:** Forstjóri míns eigin risafyrirtækis

**Draumabíllinn:** Skiptir ekki máli, bara að ég verði með einkabílstjóra svo ég sleppi við að keyra sjálfur. Það er mikilvægast

**Uppáhaldsmaturinn:** Burrito á Serrano, hvað annað? Jú, og nautasteik. Já, og hamborgari á Johnny Rockets. Já, og BBQ Chicken Pizza á California Pizza Kitchen. Já, og Arroz con Pollo auðvitað. Já, og ekta mexíkóskar tacos á taqueria í Mexíkó.

**Er Ísland ævintýraland?**: Eflaust.

**Hvað er tíska?** Kræst, næsta spurning.

**Hvernig er fullkominn laugardagur:** Hmmm… þetta er erfitt. En ok: [Natalie](http://netstorm.pwp.blueyonder.co.uk/wallpapers/Natalie%20Portman%20-%20Portrait%20Desktop%20Wallpaper.jpg) vekur mig um morguninn og vill ólm sofa hjá mér. Hvað getur maður gert?

Ég fer svo framúr og kveiki á sjónvarpinu. Horfi þar á Liverpool vinna Manchester United 6-0. Milan Baros skoraði þrennu og Roy Keane tvö sjálfsmörk. Alex Ferguson gleypir tyggjó. Fæ mér bjór.

Ákveð svo að skella mér í göngutúr um [nágrennið](http://www.cityofsydney.nsw.gov.au/). Kíki á ströndina, þar sem allar stelpurnar dást að ótrúlega lögulegum líkama mínum. Verð að afþakka nokkur boð um “guilt-free” kynlíf, þar sem ég og Natalie eru jú par. Hitti vini mína og við spilum fótbolta saman.

Um kvöldið förum við Natalie svo saman útað borða á ástralskt steikhús og borðum æðislegar steikur og drekkum rauðvín. Öllum á óvart, þá mætir Frank Sinatra á svæðið og tekur nokkur lög, bara fyrir okkur tvö.

Við kíkjum svo útá næturlífið og endum með okkar vinum á salsa stað, þar sem við dönsum stanslaust salsa og merengue langt fram á morgun.

**Hvernig ætlar þú að slá í gegn?**: Með því að skrifa um sjálfan mig á netinu. Já, eða verða þekktur fyrir mikið viðskiptavit.

**Hver er þekktasta persónan sem þú hefur séð?** Ok, ég hef séð ansi marga. Sá páfann í Venezuela, Fujimori í Venezula, Bob Dylan í Kansas og Bono í Chicago. En ef það er átt við hvort maður hafi heilsað viðkomandi, þá myndi ég segja Lauryn Hill og Wyclef þegar ég sat og spjallaði við þau á leið til New York. Og Luke Wilson, sem ég sat með í leigubíl.

**Hver er besta bíómynd, sem þú hefur séð?** Ya llego la feria, 110 mínútur af stórkostlegum tékkneskum leiðindum frá 1960, sem ég sá á Kúbu. Ah, ok, *besta* myndin. Ok, það er Pulp Fiction.

**Er eldhúsið staður fyrir konur?** Jammm, alveg eins. Þær mega samt líka alveg vera á fleiri stöðum.

**Lístu sjálfum þér með einu orði**: Magnaður!


Annars þá hlýtur [þessi stelpa](http://ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=27) að vinna.

7 thoughts on “Spurningalisti”

  1. Þú þarft að neita guilt-free kynlífi af því að þú ert á föstu … er það þín hugmynd um fullkominn laugardag?!?!?

    Skiliggi…. :confused:

  2. Gaman að því að þú skulir nefna Californina Pizza Kitchen sem einn af uppáhaldsstöðunum!! Ég hef einmitt fjárfest talsvert í hlutabréfum í þeim ágæta stað!! Staður með mikla framtíð!! 😉

  3. Sammála með Johnny Rockets.
    Skemmtilegur staður…. Sérstaklega tómatsósutrikkið hjá þjónustufólkinu. :confused:

    CPK er líka alger snilld. Fékk mér einmitt þessa BBQ chicken pizzu í Orlando í haust. Stefni á að gera mína eigin innan 8 mánaða. :biggrin2:

  4. Jamm, ég keypti mér einmitt einhverja bók, sem hét “secret restaurant recipes”, einungis til að geta gert BBQ Chicken Pizzu. Hef átt bókina í tvö ár en aldrei nennt að búa pizzuna til. Held að ég hafi opnað bókina einu sinni 🙂

  5. Voðalega ert þú víðförull og veraldarvanur maður..er ennþá á því að koma með þér í næsta ferðalag :biggrin:

Comments are closed.