Stelpur og Britní

Ja hérna. Loksins þegar maður er kominn með framtiðarskipulagið á hreint þá fær maður þessar fréttir:

[Britney er að fara að gifta sig](http://www.nydailynews.com/front/story/208052p-179350c.html)

Hvað get ég eiginlega sagt? Ég sem var búinn að bóka það að við Britní myndum enda saman. Ég vissi varla að hún væri á föstu. Og svo er hún bara alltíeinu að fara að giftast einhverjum 26 ára gömlum dansara. Þetta er hneyksli. HNEYKSLI! Britney segir í viðtali:

*”Here’s something new,” she said. “I love cleaning, I really do. I’m like Suzy Homemaker. I’m starting to learn how to cook. … I’m learning how to make all my mom’s salads. I definitely want to have some kids; I see myself with four or five,”*

Já, það er kominn tími á barneignir enda er Britney alveg orðin 22 ára gömul. Barneignir mega ekki bíða mikið lengur. En þetta er allavegana sorgardagur. Núna verð ég að finna einhverja stelpu til að koma í stað Britney! Það verður ekki auðvelt að fylla hennar skarð.


Annars fannst mér [þessi færsla hjá Soffíu vera virkilega sniðug]( http://voffvoff.blogspot.com/2004_06_01_voffvoff_archive.html#108836035074098403). Ég leyfi mér að kvóta:

>Ég skil ekki veröldina. Hversu oft hef ég ekki eytt klukkustundum saman í að hafa mig til fyrir djamm. Velja nógu þröng og efnislítil föt, spegla mig rækilega, slétta hárið, mála mig, allt í þeim tilgangi að vera sæt og sexý fyrir karlpeninginn. En allt kemur fyrir ekki og maður veltir því fyrir sér hvort maður sé kannski ósýnlegur? Í gærkvöldi var ég hins vegar í hversdagsfötum og lítið tilhöfð – enda ekki ætlunin að djamma neitt. Við Valla fórum í bíó á Mean Girls og kíktum svo á Hverfisbarinn. Jeminn eini, við áttum ekki til orð. Við fengum svo þvílíka athygli að það hefði mátt halda að við værum einu stelpurnar á svæðinu (svo var auðvitað ekki, fullt af gellum í efnislitlum fötum sveimandi um staðinn). Í þokkabót var athyglin ekki frá ljótum lúðum (eins og manni finnst allt of oft) heldur frá þvílíkt myndarlegum gæjum sem blikkuðu okkur hægri vinstri. Þetta var að sjálfsögðu gott fyrir egóið en ég var bara svo hissa, sérstaklega er ég leit í spegil og sá súkkulaðiklessu á bolnum mínum. Kannski eru stelpur bara að misskilja allt saman? Það er ekki brjóstaskoran og tíu lög af maskara sem blíva? Eða hvað?

Ég veit ekki hvort heillar mig meira að stelpur séu stífmálaðar, eða þá bara eðlilegar á djamminu. Ef stelpan er sæt, þá skiptir málningin svosem litlu. Það sem mér fannst fyndið var setningin um blikkið. Er þetta í alvöru að gerast að strákar séu að blikka stelpur á djamminu? Mér fannst þetta hljóma einsog úr einhverri gamalli bandarískri bíómynd. Ætli strákarnir hafi líka flautað?

Allavegana, ég held að ég hafi aldrei blikkað ókunnuga stelpu. Hélt að það myndi ekki virka. Kannski maður ætti að prófa þetta. Ég stóð í þeirri trú að slíkt myndi ekki vekja mikla hrifningu hjá stelpum. En kannski hefur það breyst. Já, og svo verð ég líka að læra að flauta almennilega. 🙂

*By the way*, fæ ég ekki einhver verðlaun fyrir að hafa fundið þessa fáránlega sætu mynd af Britní? Ég meina vá! Váááááááá!

6 thoughts on “Stelpur og Britní”

 1. Er þetta í alvöru að gerast að strákar séu að blikka stelpur á djamminu? Mér fannst þetta hljóma einsog úr einhverri gamalli bandarískri bíómynd.

  NÁKVÆMLEGA það sem ég hugsaði þegar ég las kvótið 🙂

 2. ..hrasaði inná síðuna þína…ákvað að kvitta fyrir komu mína…og að sjálfsögðu veita þér verðlaun þar sem að enginn annar virðist ætla að gera það…

  Verðlaunin eru: Rafmagnstannbursti (sem áður var í eigu Britní) og poki af tjaldhælum (sem gott verður að geta gripið í þegar þú og Britní farið í honnímún…)

 3. Takk, Svetly. Hvenær og hvar fæ ég verðlaunin? 🙂

  Annars var ég búinn að plana að fara með Britní í brúðkaupsferð til Bora Bora, en ekki í tjaldútilegu.

 4. …e-h hef ég látið ímyndunaraflið hlaupa með mig í gönur (djúpt)…hélt þið mynduð tjalda í Bora Bora…en well þú getur bara skipt hælunum og fengið árar (f. rómó siglingu…eða e-h)… :confused:
  Er að pakka þessu inn og sendi/faxa þessu svo strax til þín… :tongue:

 5. Málið er með þessi óvæntu djömm(þegar að maður fer út með súkkulaðiklessu á bolnum) að þá er maður bara að fara til að chilla með góðri vinkonu og er ekkert að pæla í þessum gaurym eða að sýna sig fyrir þeim og þá dadara er allt í einu einsog maður hafi breyst í Sophiu Loren eða einhverja álíka en hins vegar að þegar maður fer út með því hugarfari að ætla að snúa á ykkur og þykjast bara að vera að chilla með gellunum að þá gerist ekkert, sem sýnir það og sannar að þið eruð ekki eins einfaldir og við viljum svo gjarnan halda fram.
  en jújú mikið rétt dead sexy mynd af Britney gömlu en var ekki ástæða fyrir þessari snöggu trúlofun…er hún ekki bomm?

Comments are closed.