Stórkosleg uppfinning!

[Þetta](http://bicillin.media.mit.edu/clocky/) er einhver magnaðasta uppfinning seinni tíma.

Starfsmaður hjá MIT hefur hannað nýja tegund af vekjaraklukku. Klukkan inniheldur hjól og nemur hreyfingar. Hún virkar þannig að þegar þú ýtir á Snooze takkann, þá rúllar klukkan sér af náttborðinu og rúllar sér svo um herbergið. Þegar hún svo hringir í annað skiptið, þá er hún kominn á allt annan stað og þú þarft að standa upp og leita að henni til að slökkva á henni.

Snilld! Ég *þarf* eintak. (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/40797))

4 thoughts on “Stórkosleg uppfinning!”

  1. jéminn eini hvað þetta er sniðugt, ætli sé ekki hægt að fá þetta á íslandinu góða? verst að þetta lýtur út eins og kúkur á hjólum, en það má lifa með því ef kvikindið lætur mann hlaupa um allt á morgnana. gargandi snilld!

  2. hehehe, þetta er ein sú mest snilld síðan þeir fundu upp ´hjólið hérna um árið.

Comments are closed.