Stórkostlegar Breytingar – Myndablogg

Jæja, ótrúlegt en satt þá er meira en ár síðan ég breytti síðast um útlit á þessari síðu. Það hlýtur að segja mér að nokkuð vel hafi tekist upp með þetta útlit, allavegana er ég ekkert búinn að fá ógeð.

En ég ákvað að breyta smá. Ég bætti við þriðja dálkinum til vinstri (aðeins á aðalsíðunni). Í honum er komið myndablogg.

Ég er nýkominn með T610 síma og langaði því að setja þetta uppá síðuna mína. Þetta er ekkert í tengslum við Landssímann eða þetta dót, heldur nota ég bara Bluetooth File Exchange á Makkanum (takk Tobbi) og keyri þetta svo í gegnum Movabletype.

Ok, en allavegana veit ekki alveg hvert ég stefni með þessu myndabloggi. Gæti líka hugsað mér að nota myndir úr digital vélinni minni, það kemur bara í ljós. Eflaust verða alltof margar myndir af mér og alltof fáar athyglisverðar myndir. En ég meina hey.

Allavegana, myndabloggið verður hérna vinstra megin. Þið getið smellt á myndirnar til að sjá stærri myndir og kommentað á þær ef ykkur langar til.

6 thoughts on “Stórkostlegar Breytingar – Myndablogg”

  1. Bara smá-smámunasemi…. myndabloggið er ekki á individual archive síðunum og RSS yfirlitið sem þú ert að nota vísar beint inn á þær síður þannig að þú ert væntanlega að fá mörg hit á færslur beint inn á þær síður.
    Annað hvort að vísa fólki sem kemur eftir RSS-leiðum inn á annað archive eða breyta individual archive template-inu. Eins og ég segi.. bara minniháttar smámunasemi :-)til hl

Comments are closed.