Stórkostlegt

Stórkostlegt, ég er kominn með íslenska dagsetningu á bloggið mitt. Ég þakka Gunna fyrir hjálpina.

Ég var að lesa grein á Jakobi Nielsen, þar sem hann talar um póstlista. Ég veit fátt leiðinlegra en þegar maður fær einhvert fjöldaemail, sem maður getur ekki afskráð sig af. T.d. er einhver netverslun, sem sendir mér reglulega póst. Neðst á hverju bréfi eru leiðbeiningar um það hvernig maður skuli skrá sig af listanum. Maður þarf að fara á ákveðna síðu, stimpla þar inn notendanafn og lykilorð (sem ég er löngu búinn að gleyma) og svo að afskrá sig. Arrgghhhh!!! Ég er dæmdur til að fá póst frá þessu fyrirtæki þangað til að það fer á hausinn.