Tilraun dagsins

Í tilraun dagsins ákvað ég að prófa að setja iPod Nano í þvottavél og kanna hvort hann myndi lifa af einn klukkutíma í 40 gráðu heitu vatni.

Niðurstaðan: **Nei**, hann þolir það ekki.

Fokk, fokk ,FOOOOKKKK!


Í gærkvöldi var ég með vini mínum á Ólíver og skemmtum við okkur frábærlega. Í dágóðan tíma var stelpa að reyna við mig. Eftir nokkrar mínútur breyttist hún þó aðeins og sagði að það væri sennilega ekki sniðugt að hún væri að reyna við mig, þar sem ég væri “alltof ungur”.

Ég og vinur minn sprungum úr hlátri. Eftir smá tal komumst við að því að hún væri jafngömul og ég, það er 28. Hún hélt hins vegar að ég væri 23 ára(!)

Í framhaldinu hélt ég því fram að ég væri ekki enn kominn á þann aldur að ég yrði eitthvað sérstaklega uppveðraður af því að vera talinn yngri en ég er (sem ég er nánast alltaf). Mér finnst það oft skemmtilegt, en ég efast um að ánægjan sé jafn einlæg og hún yrði hjá 28 ára stelpu, sem myndi lenda í svipaðri aðstöðu. Viðstaddir trúðu mér ekki.


Áður en við fórum niður í bæ horfðum ég og vinur minn á nokkra þætti í fyrstu seríu af Arrested Development. Þessir þættir eru einfaldlega stórkostlegir. Og ég er ekki frá því að þeir batni tífalt við það að maður horfi á þá í félagsskap og undir áhrifum áfengis. Ég hef allavegana ekki hlegið svona mikið lengi.


Á konakt-listanum mínum í MSN eru tvær stelpur með mynd af sér með Quentin Tarantino. Þær tengjast (svo ég viti) ekki neitt. Þetta finnst mér mögnuð tilviljun. Quentin hefur greinilega farið víða í Íslandsför sinni.


Í kvöld klukkan 10 á Sýn: CHICAGO BEARS [á móti](http://sports.espn.go.com/nfl/playoffs05/series?series=carchi) carolina panthers í úrslitakeppni NFL í beinni frá Chicago. Jessss!

5 thoughts on “Tilraun dagsins”

  1. Gaman að sjá að fleiri fíla AD. Þessir þættir eru snilld, svo einfalt er það. Skil ekki enn hvernig Fox datt í hug að cancela þessum þáttum. Vona að þeir sjái að sér eins og með Family Guy á sínum tíma.

  2. Ég er ekki frá því að það verði að horfa á hvern þátt af AD að minnsta kosti 2x til að ná öllum földu bröndurunum…

  3. Æ, æ. Leiðinlegt með ipodinn. Ég setti ipod mini í þvottavél fyrir jól og það var sama niðurstaða. Steindauður. 🙁

Comments are closed.