Tiltekt

Ég var í gær að taka til í Entourage, póstforritinu á makkanum mínum. Var að setja inn nýjar addressur og eyða gömlum pósti. Ég hafði þá stefnu að halda aðeins eftir persónulegum pósti, það er bréfum frá vinum og ættingjum.

Allavegana, þá eftir alla tiltektina bæði á Northwestern reikningnum mínum og Hotmail reikningnum hafði ég hent um 1500 skilaboðum. Það finnst mér vera hreinasta geðveiki. Þrátt fyrir að það sé ekki nema svona 6-7 mánuðir síðan ég hreinsaði til síðast.

Einnig er athyglisvert hvað sumt fólk er með margar e-mail addressur, sem það notar. Ég sjálfur nota 4 addressur, 2 hjá Danól, eina hjá Northwestern og eina hjá Hotmail. Auk þess hef ég stofnað einhverja Yahoo! reikinga fyrir rusplóst. Mjög margir í addressubókinni minni eru með 2-3 addressur. Jens slær þó metið því hann var með 6.