Tölvuleikir

Ég hef spilað Grand Theft Auto: San Andreas allmörgum sinnum. Í þeim leik hef ég t.a.m.

* Drepið fólk með sveðju
* Drepið hóp af skólakrökkum með handsprengju
* Lamið gamlar konur til óbóta
* Keyrt yfir hóp af túristum á skriðdreka.

Allt þetta og meira var mögulegt í leiknum. Hins vegar þá hefur hann hingað til ekki verið algjörlega bannaður börnum. Leikurinn var einungis bannaður 17 ára og yngri.

Núna hefur hins vegar verið ákveðið að banna leikinn innan 18 ára. Er það vegna þess að það er hægt að drepa gamlar konur með vélsög? Neibbs. [Ástæðan er að núna er hægt að sjá ber kvenmannsbrjóst í leiknum](http://www.usatoday.com/tech/products/games/2005-07-20-gta-sex_x.htm).

Jamm, fólk er fífl.

4 thoughts on “Tölvuleikir”

 1. Furðulegt og í raun sorglegt að Hilary sé að eyða orku í þetta.

 2. Hmm.. held að ástæðan sé ekki bara að það sé hægt að sjá kvenmannsbrjóst í leiknum, heldur þetta falda efni sem einhver snillingur fann og gat opnað. það er nú aðeins meira en ber brjóst sem þar komu í ljós.
  Mín skoðun er þó sú að mér finnst fáránlegt að foreldrar leyfi börnum sínum að spila þennan leik. hann er ógeð. krakkar hafa ekki þroska til þess að nauðga hórum eða drepa gamlar konur með vélsög, þó það sé bara gert í tölvuleik. Svona leikir eiga aldrei að koma nálægt börnum. Skil samt alveg fullorðna sem finnst þetta stuð, þeir hafa líka flestir þroska og skilning til þess að vita að þetta sé bara leikur

 3. >Hmm.. held að ástæðan sé ekki bara að það sé hægt að sjá kvenmannsbrjóst í leiknum,

  Ok, með þessu falda efni var víst hægt að sjá fólk stunda kynlíf, að mér skilst.

  Það breytir samt ekki punktinum hjá mér. Að það megi vera eins gróft ofbeldi og menn lystir til, en um leið og hægt er að sjá kynlíf, þá flippa allir út.

  Svo er auðvitað annað mál, að það er fáránlegt að leyfa börnum að spila þennan leik. Um það er ég þér sammála.

 4. já, þetta kemur oft fram líka þegar ameríkanar eru að banna bíómyndir. það er ekkert mál að sýna svakalegt ofbeldi, en um leið og það sést í kvenmannsbrjóst (sem btw rúmlega helmingur mannkyns er með framan á sér) þá er það eitthvað rosalegt sem þarf að banna strax. Eins með texta í lögum. það má ekki segja shit og fuck en allt í lagi að syngja um að drepa konuna í næsta húsi..

Comments are closed.