Tóm skrifstofa

Það er búið að vera dálítið skrítið hérna í vinnunni í dag. Þannig er að allir í hönnunardeildinni (nema ég) eru staddir í Los Angeles. Þeir eru þar til að kenna nýjum viðskiptavini á kerfið okkar.

Þess vegna er ég hérna einn inní deildinni. Allt í kring eru tóm skrifborð. Það er ekki laust við að maður verði frekar þreyttur á því að sitja svona allan daginn fyrir framan tölvuskjá án þess að eiga nein mannleg samskipti.