Trackback

Glöggir lesendur hafa sennilega tekið eftir því að fyrir neðan hverja færslu er tengill, sem heitir Trackback. Þetta er rosalega sniðugt nýtt kerfi, sem hönnuðir Movabletype hönnuðu. Þetta verður þó ekki ýkja gagnlegt fyrr en að fleiri íslenskir vefleiðarar fara að nota MT eða að þetta verði til fyrir Blogger notendur. Ég ætla samt að vera frumkvöðull og hafa þetta þarna niðri og vonandi að fleiri muni nýta sér þetta í framtíðinni.

Það er dálítið erfitt að útskýra þetta kerfi, en ég ætla að reyna það með smá sögu.

Gefum okkur að allir Bloggarar noti þetta kerfi. Ég les á síðunni hans Ágústs Flygenrings að hann er að vitna í einhverja skemmtilega grein, sem mér langaði að skrifa frekar um. Ef hann væri með Trackback virkt myndi ég geta smellt á Trackback takkan hjá honum og fá Trackback url fyrir viðkomandi færslu.

Ég færi svo í mitt kerfi og skrifaði inn færslu, þar sem ég minnist á færsluna hans Ágústs. Ég myndi svo setja inn URL-ið fyrir færsluna hans Ágústs í box hjá mér, sem er merkt “URL’s to PING”. Þegar ég væri búinn með mína færslu þá myndi strax koma á síðunni hans Ágústs tengill yfir á mína færslu og smá úrdáttur úr minni færslu í Trackback glugganum. Þannig myndu allir geta séð hverjir hefðu skrifað meira um færsluna hans Ágústs. (sem dæmi má nefna að þessi færsla, sem ég er að skrifa núna vísar á færslu á annarri Trackback síðu: Skoða)

Lang skemmtilegast væri ef íslensku pólitísku vefritin myndu líka setja þetta inn. Þá gætu færslur á Múrnum alltaf haft fullt af tenglum yfir á fólk, sem skrifar meira um þá færslu.

Vonandi að sem flestir nýti sér þetta.

5 thoughts on “Trackback”

 1. Ég vísaði á þessa færslu hjá þér í færslu hjá mér í gær, og skellti svo trakkbakk urlinu á færslunni þinni inn í “Ping-boxið” í færslunni hjá mér, og hélt að þannig ætti trakkbakkið að virka, en allt kom fyrir ekki, það kom ekkert trakkbakk inn hjá þér? Er ég að gera eitthvað vitlaust?

 2. Já, Trackback virðist ekki vera að virka hjá mér. Ég virðist ekki geta sent ping til annarra. Það er því spurning hvort þetta sé vandamál bara hjá mér eða líka hjá þér.

  Byrjaðu á því að setja upp bookmarklet. (það er á menuinu) og mundu að velja Trackback möguleikann. Farðu svo yfir á síðuna mína og smelltu á ‘Post to MT blog’. Ef að þetta virkar hjá þér þá á efst að koma upp listi yfir færslurnar mínar, sem þú getur pingað á.

  Prófaðu líka að fara yfir á þessa færslu og prófaðu að pinga hana. Ef pingið þitt kemur inn, þá virkar þetta hjá þér og vandamálið er bara ég. Ég er búinn að setja inn fyrirspurn á forum-ið hjá þeim en hef ekki ennþá fengið svar. :confused:

  ps. ummælin á síðunni þinni virka ekki!

 3. Ég reyndi þetta og þetta var ekki að virka :confused: Ég hef ekki hugmynd um hvað er að, en ætla að reyna að plægja í gegnum Support þræðina og sjá hvort að ég rekist á eitthvað svipað.

  Takki fyrir að láta mig vita af biluðu ummælunum á síðunni minni 🙂
  Ég var sko orðin hálfmóðguð yfir því að það fannst engum vert að kommenta á mig. :rolleyes:

 4. Ég sá að Ragnar hafði pingað á þína síðu og það virkaði. Ég bað hann um að pinga á mína síðu og sjá hvort það virki líka. Mig grunar að málið með síður okkar beggja sé að við getum tekið við pingum en ekki sent. :blush:

  Það er gaur með svipað vandamál á þessum spjallþræði. Eina lausnin virðist vera sú að serverinn okkar sé með proxy (ég kann ekki vel á servera mál). Lausnin virðist vera að fá að vita hver proxy addressan sé og setja hana inní einhverja skrá (sjá neðst á síðu 1 á spjallþræðinum).

  Ég er búinn að senda bréf til gaursins sem sér um serverinn minn en hef ekkert fengið frá honum tilbaka, þannig að ég verð bara að bíða.

  Prófaðu að fara yfir á þína eigin síðu og notaðu “Post to MT blog” þar og sjáðu þá hvort þú fáir lista yfir Trackback. Hjá mér þá fæ ég bara lista yfir Trackback þegar ég nota bookmarklet á minni eigin síðu en ekki þegar ég fer á aðrar síður. Þetta á víst að vera vegna Proxy servers.

  Ég myndi senda email til gaursins sem sér um serverinn þinn og fá að vita hver proxy addressan sé.

Comments are closed.