Tres Locos

Ég fór á Tres Locos í gær. Það er ekki góður veitingastaður. Í fyrsta lagi þurftum við að bíða í 50 mínútur eftir matnum. Maturinn var ekkert spes. Svo þegar við vorum enn að borða byrjuðu starfsmennirnir að taka saman hin borðin og henda þeim út á götu. Svo opnuðu þeir hurðina uppá gátt, svo við vorum að frjósa úr kulda. Æji, ég er nú ekki mikið fyrir að kvarta svona, en mikið ofboðslega var þetta nú slappt.