Trúarbrögð

Er það ekki botninn á bloggi þegar maður setur inn internet könnun?

Jú, ég held það. En fokk it.

Samkvæmt [þessu prófi](http://quizfarm.com/test.php?q_id=10907) þá ætti ég að vera Búddisti. Maður svara spurningum og svo er hverri trú gefið skor. Svona leit þetta út hjá mér:

Buddism: 67%
Islam: 58%
Judaism: 58%
Paganism: 54%
Afnosticism: 54%
Satanism: 54%
Christianity: 46%
Hinduism: 46%
Atheism: 21%

Semsagt, ég ætti að vera Búddisti, Múslimi eða Gyðingur. Í raun allt annað en Kristinn. Ég ætti frekar að vera *djöfladýrkandi* heldur en Kristinn. Það þykir mér magnað. Sá ekki margar spurningar, sem ættu að benda til þessa. En ég vissi svosem að Kristnin myndi koma neðarlega. Hélt að Íslam yrði í fyrsta sæti, en Búddisminn kemur mér svosem ekkert á óvart.

Þegar ég var skiptinemi í Venezuela fyrir nokkrum árum, heimsóttum ég og vinur minn nokkrum sinnum mosku. Aðalástæðan fyrir því var að við nenntum ekki í skóla og moskan var svo nálægt húsinu okkar. Og jú, við vorum forvitnir. Eiginlega fannst mér flestallt, sem kallarnir töluðu um þar, passa nokkuð vel við mínar skoðanir. Reyndar snérust þær umræður líka um flest nema kvenfyrirlitningu og hryðjuverk, sem flestir tengja við Íslam í dag.

En allavegana, er ekki voðalega trendí að vera Búddisti? Ha?

5 thoughts on “Trúarbrögð”

 1. Ef ég man rétt, þá er satanismi er ekki djöfladýrkun. Miðað við það litla sem ég hef lesið eru þetta trúarbrögð sem ganga út á að það sé synd að vannýta hæfileika sína og að upplýst eigingirni sé siðferðislega rétt.

  Annars er langt síðan ég las um þetta og ég gæti alveg verið að tala út um rassinn á mér núna. En ég er samt nokkuð viss um að þetta hafi eiginlega ekkert með djöfla að gera. 🙂

 2. … og gat verið að ég fengi út úr könnuninni að ég væri líklegastur til að vera satanisti – 92% samsvörun. 😉

  Þetta er skýringartextinn sem ég fékk: Your beliefs most closely resemble those of Satanism! Before you scream, do a bit of research on it. To be a Satanist, you don’t actually have to believe in Satan. Satanism generally focuses upon the spiritual advancement of the self, rather than upon submission to a deity or a set of moral codes. Do some research if you immediately think of the satanic cult stereotype. Your beliefs may also resemble those of earth-based religions such as paganism.

 3. Ég náði að vera 100% búddisti!

  Á maður ekki annars alltaf að birta sínar eigin niðurstöður :biggrin:

  Annars, vitiði akkuru það er opið út? Ég opnaði sko ekki.

Comments are closed.