Tvítað á ensku

Ég hef ákveðið að byrja að uppfæra Twitter hjá mér á ensku. Síðustu árin hefur uppfærslum á þessa bloggsíðu fækkað, en á móti hefur notkun mín á Twitter aukist talsvert. Ég hef auðvitað skrifað þar, einsog hér, á íslensku.

En núna ætla ég að prófa að uppfæra Twitter á ensku. Aðalástæðan fyrir því er að mér finnst íslenskan vera frekar takmarkandi á Twitter. Ég bý jú í Svíþjóð og þar sem ég uppfæri Facebook á íslensku, þá finnst mér að ég þurfi að geta bent fólki, sem skilur ekki á íslensku, á eitthvað eftir mig á netinu. Mig langar oft að skrifa meira um það sem er í gangi í mínu lífi í Stokkhólmi og þá er skemmtilegra að geta bent svíjum á Twitter-ið mitt.

Ég tala jú ágætis sænsku, en ég held að það sé einfaldast að hafa Twitter bara á ensku því flestallir sem fylgjast með mér í dag á Twitter skilja auðvitað ensku. Ég ætla allavegana að prófa þetta og svo sjáum við til hvort ég endist.

Allavegana, ég er @einarorn á Twitter.

3 thoughts on “Tvítað á ensku”

  1. Gott mál. Ekkert er hinsvegar eins kjánalegt og íslendingar, sem enginn útlendingur followar, sem tweetar á ensku, væntanlega af því flestir sem hann followar gera það 🙂

  2. Já, en maður fær væntanlega ekki útlenska followera með því að tvíta á íslensku. ÞAnnig að maður verður að byrja e-s staðar.

  3. Rétt! Enda ekki að gagnrýna eða bögga þig, sumir eru bara ekki alveg að gera sig með ensku tweeti, hef kíkt á nokkra sem gera það og sjaldan með fleiri en einn enskan follower….

Comments are closed.