Uppboð 2006: Ný Francis Francis espresso vél!

Jæja, þá heldur uppboðið áfram. Sjá allt um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod)

Núna er það ekki hlutur úr mínu búi, heldur fékk ég mitt gamla fyrirtæki til að gefa hlut á uppboðið.

Þannig að núna er ég að bjóða upp hvorki meira né minn en glænýja Francis Francis Espresso vél. Vélin er semsagt gefin á þetta uppboð af [Danól ehf](http://www.danol.is) en það frábæra fyrirtæki er umboðsaðili meðal annars fyrir þessar Francis Franics vélar og einnig fyrir [illy](http://www.illy.com/), sem er besta kaffi í heimi!

Þannig að þessi espresso vél er enn í kassanum, alveg ný. **Ótrúlega flott vél!!**

Francis Francis X6 – hvít espresso vél

francis%20francis.jpeg

Lágmarksboð er 15.000 krónur, en vélin er mun verðmætari en það. Danól gefur vélina á uppboðið og því fer 100% upphæðarinnar til góðgerðarmála. 🙂

Ég þakka Danól fyrir framlagið.

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á mánudagskvöld.

8 thoughts on “Uppboð 2006: Ný Francis Francis espresso vél!”

  1. Ég á ekki pjéééníng, vildi bara segja eitt official “Vá!” og hvetja fólk til að bjóða í!

    😉

    Gangi þér vel með uppboðið!

Comments are closed.