Uppboð 2006: Xbox og sjónvarp

Jæja, þá er það þriðji hlutinn af uppboðinu sem eru tæki.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og upphæðina strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní svefnherbergi hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í tvö ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

XBOX leikjatölva

Þetta er breytt XBOX tölva. Það þýðir að hún inniheldur 120GB harðan disk sem er með fullt af leikjum. Með tölvunni fylgja tveir stýripinnar. Þessi tölva er í góðu ástandi og leikirinir eru mjög fjölbreyttir. Ég seldi slatta af XBOX leikjunum í fyrra, en auk leikjanna á harða disknum fylgja eftirfarandi leikir í boxi með: Halo 1, Splinter Cell: Chaos Theory, NBA 2k3, Burnout Takedown og SSX3

Lágmarksboð: 5000 kall.

Uppboðinu lýkur á miðnætti á laugardag.

18 thoughts on “Uppboð 2006: Xbox og sjónvarp”

 1. ….frábært að vera of bráður á takkann en þetta boð mitt átti s.s við xbox’ið

 2. Malt og appfelsín auglýsingin er komin aftur í spilun. Vildi bara láta þig vita, því að ég veit hvað þér þykir frænka þín krúttleg í þessari auglýsingu.

  Dúbbel congrats!

 3. Sælir.
  Sniðugt framtak. Hef sjálfur séð þessa fátækt sem þrífst þarna.
  Ég bíð 15.000 í tölvuna og sjónvarpið.

 4. Uppboði lokið. Því miður þá virðist síðan hafa dottið út í gærkvöldi vegna bilanar í sæstreng (síðan er hýst í Bandaríkjunum).

  En það barst tilboð í gegnum email klukkan 23:59:52 með tilboð uppá 13.500. Það er nokkuð ljóst að enginn hefði náð að senda inn tilboð seinna en það, þannig að ég hef ákveðið að láta það standa sem síðasta tilboðið.

  Þannig að sigurvegararnir eru:

  Sjónvarp: Aron: 12.000
  X-Box: nafnlaust: 13.500

  Það er leiðinlegt að þetta hafi verið svona, en því miður get ég ekkert gert í því. Ég get ekki setið við tölvuna allan sólahringinn, heldur skoða bara tilboðin þegar ég kemst í tölvu.

Comments are closed.