Út

Ég er í alveg ótrúlega góðu skapi í dag.  Er að bíða eftir vini mínum, sem ætlaði að hitta mig í hádegismat, og svo þarf ég að fara heim til að klára að pakka því ég er að fara út til Boston á eftir.

Herbergisfélagi minn úr háskóla, Ryan, er að fara að giftast góðri vinkonu minni, Kate.  Við þrjú bjuggum saman fyrsta árið okkar í háskóla og ég hef alltaf þóst eiga einhvern smá hlut í þeirra sambandi.  Þau búa núna í Boston (eftir að hafa búið síðustu ár í New York) og ætla að gifta sig á laugardaginn í smábæ rétt fyrir utan borgina.

Ég ætla því að njóta lífsins í Boston næstu daga og ætla m.a. að hitta Dan vin minn og fara með honum á Fenway á fimmtudag til að sjá Boston Red Sox spila – erum komin með ágætis miða á þann leik.  Í tengslum við brúðkaupið er svo þriggja daga dagskrá, allt frá kvöldmat á föstudaginn fram að morgunmat á sunnudag.

Ég get ekki beðið.

3 thoughts on “Út”

Comments are closed.