Út til USA!

Jæja, ég er að fara til útlanda í fyrramálið.  Ferðinni er heitið til Bandaríkjanna í tæpar tvær vikur.  Fyrir utan millilendingu þá hef ég ekki verið í Bandaríkjunum síðan árið 2004, þannig að ég er orðinn verulega spenntur, enda er ég afskaplega hrifinn af þessu frábæra landi.

Þessi ferð er hugsuð að hluta til sem vinnuferð og að hluta til sem skemmtiferð.  Ég og yfirkokkur Serrano erum að fara til Austin í Texas, þar sem við ætlum að kynna okkur aðeins nokkra veitingastaði og sjá hvað er að gerast í veitingastaðamálum í Bandaríkjunum þessa dagana.  Ég hef aldrei komið til Austin, en ég hef heyrt góða hluti um borgina og hún býr yfir þeim kostum að innihalda mikið af veitingastöðum og mexíkóskum innflytjendum og svo er hún stutt frá þremur stórum borgum (Dallas, Houston og San Antonio).

Frá Austin ætla ég svo að fara einn til Chicago næsta föstudag.  Þar ætla ég að gista hjá Dan vini mínum og ætlum við að skemmta okkur í Chicago yfir helgina.  Er nú þegar kominn með miða á Cubs leik og svo ætlum við njóta borgarinnar í nokkra daga.  Frá Chicago ætla ég svo að fljúga til Washington DC, þar sem ég ætla að hitta Genna og Söndru vini mína og vera hjá þeim yfir þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, 4.júlí.  Daginn eftir á ég svo flug heim.

Ég er orðinn verulega spenntur.  Eftir að ég hætti í gamla starfinu mínu þá ferðast ég ekki nærri því jafn mikið til útlanda og því er ég aftur farinn að verða spenntur fyrir ferðalögum.  Það er gaman.

5 thoughts on “Út til USA!”

 1. Góða ferð – hlakka til að sjá þig! Austin er frábær borg og þú átt eftir að skemmta þér vel.
  kv., Sandra

 2. Góða ferð félagi!
  Það verður gaman að lesa ferðasöguna þegar þú ert kominn heim – þó svo að sjálfsögðu voni maður að kallinn kíki inn á meðan á útlandsdvöl stendur.

  Heilsur til heimsveldisins.

 3. hmm… hljómar nett gay ferð. Er eitthvað sem þú ert ekki að segja okkur einar?

 4. Var reyndar að spá í því sama :S
  Hef oft séð hann hangandi með einhverjum gaurum niðri í bæ líka, en oh well.

Comments are closed.