Útilega

Við Hildur fórum í smá útilegu um síðustu helgi. Við fórum í Illini State Park, sem er tveggja tíma akstur suð-vestur af Chicago. Það er nokkuð fallegur þjóðgarður.

Það að tjalda í Bandaríkjunum er dálítið öðruvísi en heima. Reglur á tjaldstæðum hér eru allar miklu strangari. Ólíkt því, sem gerist heima, þar sem þúsund manns er troðið á eitt tún, þá er hverju tjaldi gefið ansi mikið pláss. Þannig að ef maður pantar tjaldstæði, þá fær maður stóran túnblett með bílastæði, borði og eldstæði. Einn íslenskur bóndi myndi sennilega selja fyrir 30 tjöld á svipað svæði og við höfðum útaf fyrir okkur.

En allavegana þá var útilegan fín. Veðrið var frábært og við komumst í sund í fyrsta skipti í langan tíma. Svo um kvöldið kveiktum við varðeld og grilluðum sykurpúða að hætti innfæddra.