Vampírur á Þakkagjörðarhátíð

Ég veit að maður á ekki að sparka í liggjandi mann. Eeeeen, mbl.is er bara svo mikil snilld: Blóðbanki býður bjór fyrir blóð

Blóðbanki í Coloradoríki í Bandaríkjunum hefur gripið til óvenjulegrar aðferðar til þess að freista fólks til blóðgjafar. Fyrir hvern blóðpott fær viðkomandi pott af bjór að launum.

Fjögur brugghús standa að baki herferð blóðbankans, United Blood Services í borginni Durango í Colorado. Er herferðin um leið keppni þeirra í millum en fyrstu verðlaun fær sú bjórgerð sem framleiðir það öl sem vinsælast reynist meðal blóðgjafa.

Í tilefni þess að nú fer þakkargjörðarhátíð í hönd í Bandaríkjunum hafa starfsmenn bankans skrýðst alls kyns furðufötum, m.a. sem vampírur.

Er það bara ég, eða er ekki hefðin að setjast niður með fjölskyldunni og borða kalkún á Þakkagjörðarhátíðinni í stað þess að klæða sig upp sem vampírur?

One thought on “Vampírur á Þakkagjörðarhátíð”

Comments are closed.