Veikindi á laugardagskvöldi

Hérna sit ég uppí sófa, veikur á laugardagskvöldi.  Er búinn að vera ferlega slappur í dag eftir kvef og vesen alla vikuna.  Dreif mig reyndar í fótbolta í morgun, en haltraði útaf velli eftir um hálftíma.  Kom heim, afboðaði það sem ég hafði lofað mér í í dag og lagðist uppí sófa, þar sem ég hef legið í allan dag.

Horfði á öööömurlegan fótboltaleik.  Núna er ég kominn í allavegana tveggja vikna frí frá Liverpool leikjum þar sem ég ætla að sleppa því að horfa á Luton leikinn og svo er ég að fara til Bandaríkjanna á föstudaginn þannig að ég missi af leiknum um næstu helgi.  Er að spá í að horfa ekkert á liðið þangað til að ég mæti á Anfield með 5 vinum mínum þann 2. febrúar.  Það er eins gott að eitthvað hafi skánað fyrir þá ferð.

Svo kláraði ég Bioshock á Xbox360, sem er sennilega einn af allra bestu leikjum sem ég hef spilað um ævina.  Ég hef eytt ótal klukkutímum fyrir framan sjónvarpið í niðamyrkri með bullandi gæsahroll yfir einhverjum ófögnuði sem er að ráðast á mig.  Frábær leikur.

* * *

Fór í bíó í gær á I’m not there, sem er ansi skringileg mynd sem fjallar um Bob Dylan.  Beisiklí gengur hún útá það að Dylan er túlkaður sem 5 mismunandi karakterar í myndinni, sem eru leiknir af ólíku fólki og heita ólíkum nöfnum.  Á þetta auðvitað að sýna hversu mótsagnakenndur persónuleiki Dylans getur verið.  Tónlistin er  stórkostleg í myndinni, en yfir höfuð var ég ekkert alltof hrifinn.  Sumir partar voru frábærir, aðrir nánast óbærilega leiðinlegir.  Til að mynda fannst mér Richard Gere kaflinn hryllingur á meðan að kaflinn þar sem Cate Blanchet leikur Dylan er frábær.  Sá hluti bjargar eiginlega myndinni, en hennar hluti hefst á tónleikum þar sem Dylan rafvæðist.

Ágæt mynd, sem ég myndi þó ekki mæla með fyrir neinn nema Dylan aðdáendur, sem að þekkja sögu hans ágætlega.  Ég get ekki ímyndað mér að aðrir geti haldið þræði yfir þessari mynd.

3 thoughts on “Veikindi á laugardagskvöldi”

  1. gott ad heyra med dylan myndina – thad er ad hun se alveg thess virdi fyrir dylan folk. eg hef verid on the fence, serstaklega vegna thess ad thad er vist engin tonlist flutt af honum i myndinni heldur, en…kannski netflixa thessu bara. lattu ther batna.

Comments are closed.