Vekjaraklukka

Ef þig vantar góða vekjaraklukku til að sjá til þess að þú fáir aldrei að sofa út um helgar þá geturðu gert tvennt: 1. Eignast barn eða 2. Stofnað skyndibitastað.

Starfsfólk skyndibitastaðarins mun nefnilega sjá til þess að þú fáir alltaf skemmtileg símtöl snemma á laugardagsmorgnum um að það vanti lykla, hráefni eða eitthvað annað. En annars, þá er það pínku ljúft að vakna svona snemma á laugardegi, sérstaklega þegar veðrið er svona leiðinlegt. Er búinn að lesa fullt af Moggum frá því í síðustu viku yfir morgunmatnum.


Annars hefur sá merkisatburður í mínu lífi gerst að mér hefur tekist að halda íbúðinni tandurhreinni í heila viku, alveg síðan ég hélt fjölskylduboð hérna á sunnudaginn. Á þessari viku hafa ekki safnast saman fatahaugar, né haugar af óhreinum diskum. Ég hef alltaf gengið frá Weetabixinu inní skáp eftir notkun og svo hef ég tekið upp sóp tvisvar í vikunni. Ég er viss um að mamma myndi tárast af gleði ef hún myndi lesa þessa færslu.

Mikið er ég ánægður með Djibril Cisse. Það er sko fótboltakappi að mínu skapi.

Já, og þetta er gott blogg.

One thought on “Vekjaraklukka”

  1. Weetabix er tvímælalaust eina vitið á morgnanna. Aftur á móti er ég svo hræðilega lítill morgunmaður að mér tekst ALLTAF að rífa bréfið utan um það þannig að mylsnan fer út um allt. Það breytir því ekki að ég skil ekki hvernig ég komst í gegnum daginn áður en ég byrjaði að borða mitt Weetabix á hverjum morgni 🙂

Comments are closed.