Verkir

Í vikunni byrjaði ég að lyfta aftur eftir að hafa einbeitt mér að hlaupum í ræktinni að undanförnu. Afleiðingar þess eru einhverjar fáránlegustu harðsperrur sem ég hef fengið.

Einnig hef ég farið tvisvar í fótbolta í vikunni og uppskorið tvær kúlur. Svona til að skjalfesta þetta, þá [bjó ég til þessa mynd](http://www.flickr.com/photos/einarorn/391373333/).

🙂

5 thoughts on “Verkir”

  1. Athyglisvert. Meira athyglisvert finnst mér þó staðsetning pottanna á myndinni :confused: Hvað eru eldhúspottar að gera þarna hjá þér drengur?

  2. Eldhúspottana fékk ég að láni frá mömmu því ég var með matarboð um helgina. Ég á eftir að skila þeim og til að gleyma því ekki þá eru þeir þarna á áberandi stað. 🙂

  3. En líttu á björtu hliðarnar, Einar, og það er það að þú getur verið viss um að þessar æfingar/lyftur hafi verið að virka þegar þú færð svona slæmar harðsperrur eftir á. 🙂

    Gott samt að þú hefur náð þér af þessari flensu sem þú varst með. Ég sit því miður ennþá uppi með hana. Fari það fjandans til! :confused:

Comments are closed.