Viernes (uppfært)

Punktablogg aftur!

  • Þessu föstudagskvöldi verður eytt í vinnu. Miðað við það sem ég er búinn að púsla saman frá síðasta laugardagskvöldi úr sms-um, MySpace skilaboðum og fleiru, þá held ég að það sé ágætis hugmynd.
  • Þessi England-Brasilíu leikur er svo leiðinlegur að ég verð að blogga líka til þess að sofna ekki.
  • Sýn fær hrós dagsins fyrir að ætla að sýna frá Wimbledon í beinni. Þá fá Íslendingar loksins tækifæri til að sjá besta íþróttamann heims í dag.
  • Hvaða snillingur velur Alan Smith í enska landsliðið? Er þessi maður á lyfjum?
  • Af hverju í andskotanum er Jermaine Pennant ekki í hópnum?
  • Þetta er afleit byrjun hjá Jóhönnu og ríkisstjórninni!
  • Ég eyði orðið alveg óhóflegum tíma á MySpace. Þetta er mest ávanabindandi vefsíða í heimi. Stelpan sem ég sendi skilaboð á MySpace – og skrifaði svo um – svaraði mér að lokum. Sem er gott.
  • Þetta veður er ömurlegt. ÖMURLEGT!
  • Ég held að Peter Crouch hafi sofið hjá eiginkonu Steve McClaren.
  • Vó vó vó! Er Wes Brown í hópnum? Er þetta grín? Ooooog hann er inná í eina mínútu og er næstum því búinn að gefa mark.
  • “Wake me up lower the feeever, Walking in a straight line” – NÆ.ÞESSU.EKKI.ÚR.HAUSNUM.Á.MÉR!
  • (uppfært):  Vá!  Sjónvarpsefni kvöldsins er án efa sýning LeBron James á Sýn.  Það eina skemmtilegra en að horfa á þá snilld er að hlusta á lýsendurna tapa sér yfir James.  Af hverju eru fótboltalýsingar aldrei svona skemmtilegar?  Þeir eiga hrós skilið!  Og LeBron er ekki mannlegur.

Ok, þetta blogg er ekki nóg. Ég þarf líka grænt te til að sofna ekki yfir þessum leik.

4 thoughts on “Viernes (uppfært)”

  1. Behold, nýjasti Silverchair-aðdáandi Íslands. Réttur texti er samt, “Wake me up low with a fever.”

    Og já, af hverju tæknitröllin Kieron Dyer, Stuart Downing og Jermaine Jenas voru valdir fram yfir Jermain Pennant bara skil ég ekki. Ef Crouch svaf hjá konu McClaren hlýtur JP að hafa lamið börnin hans …

  2. Ertu viss um textann? Fullt af vefsíðum eru þér ósammála.

    Og nákvæmlega. Enginn af þessum mönnum myndi komar í Liverpool liðið.

Comments are closed.