Vinna

Það er nú ekki margt spennandi búið að gerast síðan ég kom heim til Íslands. Helgarnar hafa jú verið skemmtilegar, en virku dagarnir hafa verið alger geðveiki. Ég er búinn að vera frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin að vinna, aðallega í að klára heimasíðuna fyrir Danól. Ég er búinn að taka niður gömlu síðuna og setja skilti í staðinn, svo það sé auðveldara að taka til í gömlu síðunni. Ég ætla mér að hafa síðuna tilbúna fyrir fund kl. 8 á föstudgagsmorgun. Ég vona að það hafist.