Whitney, Couchsurfing, djamm, Ólíver og Ölstofan

Punktablogg:

 • Þriðju helgina í röð var ég með Couchsurfing gest hjá mér. Í þetta skiptið var það bandarísk stelpa (Jena), sem var mjög skemmtileg. Við djömmuðum m.a. saman bæði kvöldin og skemmti ég mér ótrúlega vel í bæði skiptin. Ég ætla þó að hvíla mig aðeins á þessu Couchsurfing dæmi á næstunni.
 • Á föstudaginn fórum við milli bara í miðbænum. Borðuðum á Vegamótum, fórum svo á Boston, Kúltúra, Prikið, svo aftur á Ólíver og enduðum á Vegamótum. Ég fór síðan eftir það í partí uppá Reykjavíkurflugvelli.
 • Á Ólíver kynntumst við bandarísku pari og áströlskum strák. Þar rifjaðist líka upp fyrir mér af hverju ég hef ekki farið á Ólíver í hálft ár. Samkvæmt Mogganum er Ólíver lang vinsælasti staður landsins með um 2300 gesti á laugardagskvöldi. Það er nokkuð magnað. Allavegana, tvær ástæður fyrir því að Ólíver er ekki í náðinni hjá mér: Fyrir það fyrsta eru það allir þessir gaurar sem panta sér borð fyrir kvöldið og sitja þar með vodkaflösku og Magic og láta einsog kóngar. Á föstudaginn virtust þetta aðallega vera útlendingar, Bretar í steggjapartíum svona svipað einsog á vinsælasta staðnum í Prag. Ólíver virðist vera orðinn staðurinn sem útlendingum slefandi á eftir íslenskum stelpum er beint inná. Hin ástæðan: Jena dró mig útá dansgólfið þegar að eitthvað skemmtilegt lag var í spilun. Það tók okkur smá tíma að komast á gólfið og þegar við loksins komumst þangað var næsta lag byrjað. Hvaða lag var það? Jú, I wanna dance with somebody með Whitney Houston.
 • Við héldum því á Vegamót. Ástralski strákurinn nánast faðmaði mig fyrir að beina honum á þann stað. Ég skildi þau svo eftir þar og fór uppá flugvöll.
 • Í gær fórum við svo í matarboð til vina minna og kíktum svo örstutt í útskriftarpartí.
 • Fórum svo í bæinn. Fyrst á Vegamót, svo á Barinn og fengum okkur svo drykk á Kúltúra. Komum aftur á Vegamót og þá var komin fáránleg biðröð þar. Þar héngum við í um hálftíma-45 mín í algjörri stöppu og ég var nánast kominn með keðjufar á rassinn eftir þetta allt. Að lokum gáfumst við upp og fórum á Ölstofuna.
 • Þetta er í síðasta skiptið sem ég fer í þessa biðröð á Vegamótum. Annaðhvort redda ég mér einhverju korti (sem er reyndar í vinnslu) eða ég fer eitthvað annað. Það er ekki hægt að bjóða manni uppá þetta. Ég er of gamall fyrir svona kjaftæði.
 • Á Ölstofunni var hins vegar gaman. Sátum þarna með afskaplega góðu fólki í mjög langan tíma. Hitti fólk sem ég bara hitt á netinu áður og fulltaf öðru skemmtilegu fólki. Tókst að biðjast afsökunnar á því hvað ég var mikið fífl fyrir einhverjum vikum við eina manneskju og eitthvað fleira. Mjög gott kvöld.
 • Enduðum svo á einhverjum Habibi stað, sem er þar sem Purple Onion var einu sinni. Sé ekki alveg hver munurinn á þessum stað og Purple Onion er. Borðuðum því samloku á meðan við löbbuðum heim.
 • Tveir staðir sem eru 100 sinnum meira heillandi eftir að reykingabannið tók gildi: Ölstofan og Boston. Ég sat í gærkvöldi á Ölstofunni í einhverja 3 tíma og skemmti mér ljómandi vel. Fyrir bannið gat ég varla setið þar í meira en hálftíma.
 • Jena er farinn heim til sín og ég sit hérna heima og er að bíða eftir því að lokaumferðin í spænsku deildinni byrji. Ég nenni ekki niður í bæ. Í fyrra var ég allur í fjölskyldustemningunni á 17.júní, en aðstæður hafa breyst í ár.
 • Mér líður hálf skringilega. Einsog ég hafi gert eitthvað vitlaust í gær, en samt var þetta í alla staði gott kvöld. Ég er ekki einu sinni þunnur, sem er skemmtileg tilbreyting frá gærdeginum.

27 thoughts on “Whitney, Couchsurfing, djamm, Ólíver og Ölstofan”

 1. Það hefur ekki gerst hingað til að ég saki þig um lygar, en ef þú ætlar að halda því fram að “I wanna dance with somebody” sé spilað á íslenskum næturklúbbum sumarið 2007 þá er ég hræddur um að ég þurfi að sjá einhvers konar sannanir. Ef þetta er satt hjá þér þá er spurning hvort þú þurfir ekki að íhuga einhvers konar lögsókn. Þetta bara hlýtur að vera í bága við einhver lög.

  Já, og til hamingju með Real Madríd. Eða hitt þó heldur …

 2. Til hamingju allir með Real Madrid, þvílíkt lið, þvílíkur karakter! Yndislegt að sjá viðbjóðinn hann Messi ekki vinna titilinn.

 3. Heyrist þið hafa náð svona líka vel saman…. lífsförunauturinn fundinn?

 4. Eru menn ekki aðeins að lesa of mikið í það að ég skuli geta farið á djammið með stelpu? Ég hef það fyrir reglu að skrifa ekki um sambönd mín hérna, þannig að þessi skrif gefa það í skyn að þetta hafi ekki verið neitt meira en fullkomlega eðlileg Couchsurfing upplifun.

  Kristján, ég legg heiður minn að veði. Þetta lag var spilað á Ólíver! 🙂

  Og já, Barca klúðraði sínum málum og það hefði alltaf verið tæpt að vinna þetta með svindlmarkinu hans Messi.

 5. Heyrði samt að það væri algengt að það væri bara borgað með blíðu í þessu couchsurfind dæmi.

 6. Hvar hefurðu heyrt það? Ég stórlega efast um að það sé algengt.

  Þetta er auðvitað ókeypis, en flestir sem hafa gist hjá mér hafa boðið mér eitthvað smávægilegt einsog að elda eina máltíð eða boðið mér útað borða. Ég held að það fréttist ansi fljótt út ef einhverjir sem væru að hýsa aðila hjá sér vildu fá einhverja aðra greiða frá þeim sem gista.

 7. Dísus kræst. Ég sé að það er ágætt að ég tjái mig ekki um samböndin mín hér miðað við þessi komment, sem hér standa og ég hef eytt út í gær og í dag.

 8. en þú kallar þetta sem sagt samband….. til hamingju með að hafa funið hana bara.

 9. Ómægod… eða signa sig inná einkamál púnktur is!

  Finnst þú algjör hetja að hýsa svona couch-surfers… kannski maður fari að gera þetta hérna á Akureyrinni? Eflaust afar skemmtilegt að kynnast fólki allstaðar af úr heiminum – og jafnvel fá að krassa á þeirra sófa síðar!

  Annars gaman að hitta þig á Ölstofunni. Hún klikkar seint 🙂

 10. Ég veit að ég ætti ekki að svara þessu, en…

  en þú kallar þetta sem sagt samband…

  NEI! Ég tala ekki um mín sambönd á þessari síðu. Sú staðreynd að ég talaði um þessa stelpu merkir einmitt að ekki var um samband að ræða.

  Katrín, sammála – þetta eru afskaplega furðuleg komment. Ég tók þó þau verstu út.

  Og takk sömuleiðis fyrir síðast, Fanney. Eftir reykingabannið þá er Ölstofan orðin fín 🙂

 11. Þú gerir þetta erfitt, hefðir bara getað sagt: nei, ég sængaði ekki hjá henni.

 12. Ok, ég biðst innilegar fyrirgefningar. Ég skal reyna að taka það fram í framtíðinni hvort ég hafi sofið hjá stelpum sem ég tala um á þessari síðu.

  Annars mæli ég með þessari síðu

 13. Nokkuð ljóst að hann setti í þessu kanastelpu!! Ekkert til að skammast sín fyrir 🙂

 14. Aldeilis er þetta nú skemmtilegt fólk sem er að kommenta á síðunni þinni Einar! Miklir spekingar hér á ferð…

 15. Já, reyndar kemur þetta nú allt frá sömu IP tölunni, þannig að annaðhvort eru þeta vinir á sömu tölvunni eða einhver hress geðklofi, sem breytir um nafn á fimm mínútna fresti. 🙂

 16. Kommon, þau eyddu fokkings helginni saman. Kemur engum við hvort hann pundaði hana á eldhúsborðinu.

 17. jiminn hvað það er ruglað lið að kommenta hérna.. sem hefur fáranlega mikinn áhuga á einkalífinu þínu 🙂 eða já hresss geðklofi..

  I wanna dance with somebody er auðvitað djammlagið “07;)

 18. Ég fór nú kasólétt og edrú á djammið um daginn, en fékk engu að síður örðu af hálfgerum svona fyllerísmóral daginn eftir. Yfir engu.

  En í fyrsta skipti svo ég muni fann ég ilmvatnslykt af fólki inni á skemmtistað. Það fannst mér ánægjuleg tilbreyting.

Comments are closed.