« október 03, 2000 | Main | október 06, 2000 »
Tölvusaga
Kristján Ágúst vinur minn sendi mér póst, þar sem hann svarar staðhæfingum gummajoh. Ég ætla að birta það hér:
1963 - Douglas Engelbart fær styrk fra stofnun kölluð SRI til að koma á fót rannsóknastofu til að þróa ýmis tölvutengd "kraftaverk". Hann stofnaði "The Augmentation Research Center" og þar fann Douglas Elgelbart upp músina.
1967The Augmentation Reserach Center varð annað staðarnetið til að tengjast ARPANET (uppruni internetsins)
1968 - Á ráðstefnu í San Francisco sýnir Engelbart kerfi, sem kallad var NLS. Þar vinnur hann í textaskjali í einum glugga og notar við thað lyklaborð og mús, og í öðrum glugga heldur hann fyrsta "netfund" (Video conference) með félaga, sem er staddur í Standford.
hérna kemur parturinn, sem hefur ruglad gummajoh
SRI dró verulega úr fjárframlögum til Rannsóknastofu Engelbarts, þannig að flestir starfsmenn hans leituðu annað og þar á meðal til XEROX. Þegar SRI hætti að sýna þeim áhuga, þá leitaði Engelbart annað og vann meðal annars fyrir McDonnel Douglas.
Þannig að það leikur enginn vafi á því hver fann upp músina!! (Engelbart átti meira að segja einkaleyfi á músinni)
Þad er enginn einn, sem á heiðurinn að "notendaumhverfi" en ef einhverja skal nefna þá gæti þad veriþ Vannevar Bush, sem á kannski fyrstu grófu hugmyndina í frægri skýrlsu, sem birt var 1945 og hann kallaði "As We May Think" en þá er einnig talið að það hafi veitt Engelbart innblástur við sköpun hans á sínu gluggakerfi!
Það leikur heldur enginn vafi á að:Apple voru fyrstir til að færa fólki (marðaðssetja) gluggakerfi og mús. Það er staðreynd. Sú tölva hét "Lisa" og notaðist við hugmyndir, sem PARC rannsóknarstofan (í eigu Xerox) hafði þróað á nothæft stig (en ekki gleyma Bush og Engelbart), en þar tók Steve Jobs við og kláraði dæmið og kom því til fjöldans. Það er það sem málið snýst um. Steve Jobs kom hlutunum út af rannsóknastofunum, svo að fólk gæti farið að gera eitthvað af viti.
Apple
Ég hef aldrei haldið því fram að Apple hafi fundið upp gluggakerfið. Þeir voru hinsvegar þeir, sem áttu mest í að fullkomna það og gera það vinsælt. Þegar Apple stýrikerfið var orðið vinsælt, þá varð Microsoft að gera eitthvað á móti.
Okei, það er endalaust hægt að rífast um þetta. En ég skil samt ekki hvað gummijoh hefur svona voðalega mikið á móti Apple. Annars er gaman að lesa síðuna hans, því það er alltaf nóg af Apple fréttum.
Gore og Bush
Ég var að horfa á kappræðurnar milli Gore og Bush. Þær voru í sjónvarpinu áðan og var stjórnað af hinum mikla snillingi, Jim Lehrer. Að mínu mati þá tók Gore Bush í nefið. En kannski á ég örlítið erfitt með að vera hlutlaus. Ég held þó að flestir myndu vera sammála um að Gore var mun öruggari og hann vissi meira um málefnin. Og afstaða hans til flestra málefna höfðar einfaldlega meira til mín.
Einnig var Al Gore ávallt með allar tölur á hreinu. Bush gat aldrei svarað fyrir sig og neitaði aldrei tölum Gore, heldur reyndi að vera fyndinn og sagði að Gore hefði fundið upp reiknivélina. Gore var með allt á hreinu, en Bush var alltaf í vörn.
Bush klúðraði svo endanlega öllu, þegar hann var kominn út í horn og byrjaði þá að ráðast á persónu Al Gore. Hann fór eitthvað að tala um Clinton og svo búddhista musterið. Al Gore leysti þetta á einfaldan hátt. Hann sagði einfaldlega að hann vildi ekki tala um persónur, heldur málefni. Nákvæmlega!
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33