« október 03, 2001 | Main | október 05, 2001 »

Hagfræðitöffarar

október 04, 2001

Núna er í vinnslu hjá Universal mynd um hagfræðisnillinginn John Nash. Það er töffarinn Russel Crowe, sem á að leika Nash (einsog sést á myndinni eru Crowe og Nash mjög líkir).

Það er ekki oft, sem maður sér myndir um hagfræðinga, en þessi mynd, A Beautiful Mind fjallar um hinn merka Nash.

Nash er frumkvöðull á sviði "game theory" (íslenska: leikjafræði, takk Freyr) í hagfræði og setti hann fram kenninguna um Nash jafnvægið (Nash equilibrium), sem er ein af merkustu kenningum í nútíma hagfræði. Nash hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði 1994.

Nash hefur ávallt verið talinn hálf skrítinn og fjallar myndin sennilega meira um hans persónuleika því ég efast um að margir hafi áhuga á mynd um hagfræðiuppgötvanir.

119 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Hagfræði

Skólinn

október 04, 2001

Ég er að komast inní skólann aftur eftir sumarfríið. Ég er búinn að vera í skólanum í nær tvær vikur og er bara ágætlega sáttur. Ég er í fjórum tímum.

Hagfræði - Industrial economics. Hagfræðitími, sem fjallar um verðlagningu og hagkvæmni í rekstri. Einnig mikil áhersla á "game theory" (íslenska:??) og hvernig fyrirtæki nota "game theory" í ákvarðanatöku.

Stærðfræði/hagfræði - Mathematical methods in finance. Mér sýnist þetta vera erfiðasti tíminn, allavegana hefur fyrsta vikan verið ansi strembin. Fjallar um útreikninga í fjármálum og sannanir á hinum ýmsu fjármálaútreikningum.

Félagsfræði - Sociology of complex organizations. Fyrsti félagsfræðitíminn, sem ég hef tekið og líkar mér nokkuð vel. Fjallar um það hvernig stærri fyrirtæki virka og hvernig vinnuumhverfið hefur áhrif á starfsfólk og viðskiptavini.

Stjórnmálafræði - Politics and markets. Fjallar um samskipti markaðarins og stjórnmála, sérstaklega hvernig markaðurinn hefur áhrif á lýðræði.

Ég veit að þetta hljómar svaka spennandi. Ég hef bara ekkert annað til að skrifa um þessa stundina. Jú, veðrið er fínt, 27 stiga hiti.

164 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Skóli

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33