« desember 08, 2001 | Main | desember 17, 2001 »

Endasprettur

desember 11, 2001

Þá er ég búinn í þremur prófum af fjórum. Vaknaði klukkan fimm í morgun til að renna yfir 15 blaðsíður af fjármála/stærðfærði formúlum. Tók síðan stærðfræðiprófið klukkan 9. Eftir próf kláraði ég svo félagsfræðiritgerðina mína um Procter & Gamble. Þér, lesandi góður, finnst kannski ekki gaman að lesa um próflestur minn... mér finnst líka ekki heldur gaman að læra stærðfræðisannanir, þannig að við erum jafnir.

Ég er svo búinn að vera að vesenast í ýmsu dóti. Fór m.a. og sótti um bílastæðaleyfi fyrir næsta ár. Nokkuð gaman að miðinn, sem er í framrúðinni hefur breyst. Áður var á miðanum teikning af lítilli götu hér í borg, en núna er í staðinn kominn bandaríski fáninn og frasinn "united in liberty - city of Evanston". Menn þreytast seint á þessum fána.

Annars er það bara hagfræðipróf á fimmtudag (Industrial Organizations) og þá er ég búinn.

143 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Nöldur Egils

desember 11, 2001

Ég skil ekki alveg hvernig Egill Helgason nennir yfir höfuð að fara í bíó.

Samkvæmt honum eru allar nýjar myndir ömurlegar. Að hans mati geta engir gert myndir nema gamlir eða dauðir snillingar einsog Welles, Fellini eða Bergman.

Afskaplega leiðinlegt að lesa þetta nöldur í honum út í allar nýjar kvikmyndir. Núna er hann til dæmis að gagnrýna barnamyndina um Harry Potter. Harry Potter er gerð fyrir 10 ára krakka...

Honum finnst líka Kubrick vera lélegur leikstjóri (ég fann ekki greinina). Ég er ósammála.

Sjá meira nöldur.

Kvikmyndahátíð
Vídeóleigunni Klapparstíg

91 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33