« október 07, 2002 | Main | október 09, 2002 »

Sverrir Jakobsson og Brasilía

október 08, 2002

Sverrir Jakobsson, sem skrifar á Múrinn og eigin heimasíðu fjallar um kosningarnar í Brasilíu og kvartar yfir því að Mogginn sé eitthvað á móti hinum endurfædda sósíalista Lula da Silva. Hann endar stutta færslu sína á þessum orðum. (ég vona að hann verði ekki fúll þótt ég vitni beint í hann:

Ég vona hins vegar að Lula nái kjöri og nái að sveigja efnahagsstjórnun í Brasilíu frá þeirri braut sem alþjóðastofnanir hafa þröngvað upp á landsmenn líkt og aðra íbúa þriðja heimsins. Ekki veitir af.

Ég hef nokkrar athugasemdir við þessa færslu:

Í fyrsta lagi var efnahagsstefna Hernando Cardoso vel heppnuð. Honum tókst að koma niður verðbólgunni og minnka að einhverju leyti fátækt í landinu. Hann bætti heilbrigðiskerfið og nú fara í fyrsta skipti nær öll brasilísk börn í skóla. Honum hefur tekist betur upp en nokkrum forseta landsins.

Í öðru lagi þá þröngvar Alþjóðabankinn ekki efnahagsumbótum uppá lönd. Hann kemur löndum, sem hafa komið sér í vandræði, til aðstoðar með lánum. Eðlilega setur Alþjóðabankinn skilyrði fyrir lánunum í stað þess að ausa peningum í óábyrga stjórnmálamenn. Þessi ráð hafa auðvitað reynst misvel enda eru hagfræðingar ekki fullkomnir frekar en sagnfræðingar.

Í þriðja lagi, þá var Lula kosinn fyrst og fremst vegna þess að hann er ekki eins róttækur og hann var. Hann hefur til að mynda lofað að hann muni ekki breyta efnahagsstefnu Cardoso. Það var fyrst og fremst útaf því, sem fólk treysti honum loks til að stjórna landinu.

Það sýnir líka árangur Cardoso að hann er ennþá mjög vinsæll í landinu. Hann gat þó ekki boðið sig fram aftur vegna takmarkana á setu forseta í embætti.

Það er vonandi að Lula verði farsæll í embætti en það mun honum aðeins takast ef hann heldur áfram á sömu braut og Cardoso í efnahagsmálum.

295 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Stjórnmál

Lula í The Economist

október 08, 2002

Lulaeconomist.jpgBesta blað í heimi, The Economist, fjallar í nýjasta heftinu um kosningarnar í Brasilíu og væntanlegan sigur Lula da Silva. Greinin fjallar á mjög jákvæðan hátt um þann ágæta árangur, sem Fernando Cardoso náði í embætti en honum tókst meðal annars að láta verðbólguna hverfa, lækka ungbarnadauða umtalsvert og skipta upp landi þannig að 600.000 fátækir bændur fengu sitt eigið land.

Mörg vandamál Brasilíu eru tilkomin vegna þess að ríkisstjórar landsins hafa eytt langt um efni fram. Cardoso vann á þessu vandamáli með því að neyða þá til að hafa stjórn á fjármálum sínum.

Þrátt fyrir þetta þá bendir blaðið auðvitað á að það sé margt óunnið. Það er nauðsynlegt fyrir Lula að halda áfram á sömu braut og Cardoso í efnahagsmálum, enda hefur mikið áunnist. Blaðið fjallar einnig um ótta fjárfesta við Lula og segir þar.

Given Mr da Silva's switch to more orthodox economic policies, and the chance that some parts of the current governing coalition will stay, it seems that life under President Lula might not be so different. So why are the markets panic-stricken at the prospect? As Mr da Silva's lead has increased, the real has fallen to record lows and the spreads on Brazil's bonds (ie, the interest investors expect on them, above that on US Treasuries) have soared. Investors' main worry is not that, once in office, Mr da Silva will rip off his moderate garb to reveal his old, fiery, socialist self and declare a debt moratorium. It is that he may be incapable of taking the tough decisions needed to stabilise the debt—imposing a further fiscal squeeze if needed in the short term, while passing difficult reforms, such as cutting the fat pensions of public servants, who tend to vote for him.

Svo er spurning hvort að Lula verði kannski einsog Hugo Chavez, sem hefur reynt að styrkja tengsl lands síns við Kúbu á kostnað samskipta við Bandaríkjanna en hefur engum árangri náð í efnahagsmálum (Lula er góður vinur Chavez og Castro). Eða verður Lula kannski einsog Carlos Menem, sem var í framboði fyrir vinstri flokk (Perónista í Argentínu) en stundaði mikinn markaðsbúskap í embætti.

Vonandi nær Lula betri árangri en þeir menn skiluðu.

364 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33