« nóvember 24, 2003 | Main | nóvember 27, 2003 »

Spray, delay, and walk away

nóvember 25, 2003

Einhvern veginn hef ég verið voðalega latur við að skrifa eitthvað hérna undanfarið. Ætli maður sé ekki miku duglegri að skrifa þegar það er eitthvað drama í gangi. Þegar hlutirnir bara ganga nokkuð smooth, þá er minna til að skrifa um.

Allavegana, ég verð að koma því að að Queer eye for the straight guy er mesti snilldarþáttur í heimi! Þátturinn er svo skemmtilegur að ég er nær hættur að horfa á Amazing Race, sem er á sama tíma. Svo er þetta náttúrulega mikil og góð fræðsla í þessum þáttum. Ég passa mig til dæmis alltaf á því núna að setja vaxið í hárið aftan frá. :-)


Annars djammaði ég ekki um helgina, sem þýðir að ég hef ekki djammað 3 helgar af síðustu 4, sem hefur ekki gerst í gríðarlega langan tíma. Það er svo sem ágætt að sleppa þessu svona af og til. Ég held að það sé líka ástæðan fyrir því að ég sé ekki svo melódramatískur. Maður hugsar ósjálfrátt minna um stelpur þegar maður er ekki að djamma um helgar.

Ég held líka að ég sé búinn að komast að því að ég muni ekki hitta réttu stelpuna á djamminu. Held að sá vettvangur sé ekki að virka. Var ekki Eddie Murphy í Coming to America ráðlagt að fara í kirkjur til að finna góðar stelpur? En nei, það er kannski ekki alveg málið. Það er svo sem nóg af sætum stelpum á djamminu og allt það. Held bara að ég sé ekki að fíla of fullar stelpur, og ég fíla líka ekki að vera að reyna við stelpur þegar ég er of fullur. Það er ekki sniðugt... Svo eru líka prófin í skólum að byrja og þá fækkar sætum stelpum á skemmtistöðunum til muna. Kannski að maður ætti bara að hætta að djamma fram að jólum? Eða kannski ekki


Helgin fór í íbúðarstúss. Var málandi bæði föstudags- og laugardagskvöld. Það að mála er einmitt eitt það leiðinlegasta sem ég geri, þannig að ég er virkilega stoltur yfir því að hafa afrekað að standa í slíkum leiðindum á laugardagskvöldi. Horfði meira að segja á Laugardagskvöld með Gísla Marteini (eða hlustaði á það meðan ég málaði). Ég gat ekki annað en horft á þáttinn þegar Leoncie kom fram. Sú kona er snillingur, á því leikur enginn vafi!

380 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Dagbók

Breytingar á Serrano

nóvember 25, 2003

Það er voðalega lítið að gerast í mínu einkalífi þessa dagana, þannig að ég ætla aðeins að skrifa um það, sem við erum að gera á Serrano.

Við erum reyndar dálítið á eftir áætlun, en í þessari viku (vonandi fyrir helgi allavegana) ætlum við að kynna örlítið breyttan matseðil. Í fyrsta lagi bætast við tveir nýjir réttir, sem eru aðeins öðruvísi útfærsla á núverandi réttum.

Í öðru lagi, þá breytist útlitið á matseðlinum okkar og öllum skiltunum. Við ákváðum að fara með matinn aftur í myndatöku til að bæta aðeins útlitið.

Fyrsta vörumyndatakan var nefnilega dálítið skrautleg. Hún var gerð um tveim vikum áður en við opnuðum staðinn fyrir rúmi ári. Ég man að þennan dag þá vaknaði ég klukkan 6 um morguninn, tók saman allan matinn frammí eldhúsi hjá mér og keyrði niðrí miðbæ, þar sem myndatakan átti að fara fram. Ég hafði ekki hugmynd hverju ég vildi ná fram á myndunum og þess vegna urðu myndirnar full skrítnar.

Til að mynda, þá er burrito myndin í dag frekar asnaleg (sjá vinstri hluta myndarinnar hér að ofan). Ég kunni nefnilega ekki að vefja upp burrito og því fóru allir vöfðu burritoarnir í hass. Ég og ljósmyndarinn prófuðum allar mögulegar leiðir til að ná burrito-inum saman en ekkert gekk. Þegar við loks vorum búnir að eyðileggja allt hráefnið, þá ákváðum við að skella þessu bara á einsog á pönnuköku og vefja ekki neitt. Úr því varð þessi skrítna mynd, sem hefur prítt matseðilinn á staðnum okkar æ síðan.

En núna er sem sagt kominn tími á breytingar. Myndin hægra megin hér að ofan er semsagt nýja burrito myndin okkar. Að mínu mati er hún mun betri og líkist einnig mun meira þeirri vöru, sem við erum að selja. Vonandi minnkar þetta eitthvað misskilning á staðnum í framtíðinni.


Annars, fyrir þá sem nenntu að lesa þessa færslu, þá er 2 fyrir 1 tilboð í gangi, aðeins á Serrano í Hafnarstræti 18 (við Lækjartorg - þú kaupir burrito og drykk og færð annan burrito frían). Endilega kíkið og prófið. Og ef þið hafið prófað, takið þá með ykkur einhvern, sem hefur aldrei prófað burrito-ana okkar áður! :-)

Tilboðið gildir í dag, á morgun og á fimmtudag. Fyrir þá, sem hafa ekki komið áður mæli ég með kjúklingaburrito númer 1.

377 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Vinna

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33