« desember 16, 2003 | Main | desember 20, 2003 »
Kerlingalegur sjónvarpssmekkur
Líf mitt undanfarna daga hefur nálgast hreina geðveiki alveg ískyggilega mikið. Samt hef ég haft tíma, vanalega eftir miðnætti til að horfa á 2 æðislega og sjónvarpsþætti og einn ömurlegan.
Ágúst kallaði sjónvarpssmekk minn kellingalegan og er ég farinn að hallast að því að það sé rétt hjá honum.
Fyrst verð ég náttúrulega að tala aðeins meira um "Queer eye for the straight Guy". Ég held í alvöru að Carson sé mesti snillingur allra tíma. Þegar hann var að laga sjónvarpið í síðasta þætti var stórkostlegt móment.
Það skemmtilegasta við þáttinn er hvað öll komment, sérstaklega hjá Carson virka spontant í þættinum. Eflaust er sumt skrifað á undan, en tímasetningin er alveg fullkomin hjá þeim.
Besta og fyndnasta ráðið, sem Carson gaf var að maður ætti að taka Polaroid mynd af sér í lok dags svo maður myndi örugglega ekki fara í sömu föt næstu fjórar vikurnar. Snilld!
Fyrir nokkrum vikum keypti ég mér alla þætti af Cold Feet á DVD. Þessir þættir eru náttúrulega geðveik sápa, en samt er ég alveg hooked.
Um síðustu helgi var ég eitthvað að tala um það að mér fannst Rachel vera ýkt sæt. Veit ekki hvað það er, en það er eitthvað við hana. Vinur minn sagði að það væri ekkert varið í hana, hún væri einsog Emma Thompson. Kannski er ég bara svona skrítinn.
Ég reyndi að horfa á Joe Millionaire, sem ég var sannfærður um að væri snilldarþáttur. Eeeeeen, þátturinn er ömurlegur. Ekki ein flott gella, engin rifrildi og svo er gaurinn leiðinlegur. Hræðileg vonbrigði!
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33