« desember 18, 2003 | Main | desember 21, 2003 »

Jólastúss

desember 20, 2003

Dagurinn i dag átti að vera ótrúlega gagnlegur í jólastússi. Ég var búinn að ákveða að byrja (og klára) jólagjafainnkaup í dag.

Þau plön fuku útí buskann þegar hitaborðið á Serrano í Hafnarstrtæti fór yfirum. Við tók stress við að redda viðgerðarmanni á laugardegi. Okkur var tjáð að það væri ekki hægt að laga borðið um helgi, svo við þurftum að fá lánað annað borð hjá heildsalanum, sem kom nú fyrir stuttu.

Samt tókst mér eitthvað að versla. Þessi jól eru önnur jólin í röð, sem ég er ekki með stelpu, þannig að ég slepp alveg við erfiðustu gjöfina. Það hefur sína kosti og galla, þar sem maður sleppur við þann hausverk að finna eitthvað frumlegt og sniðugt, en aftur á móti þá fannst mér það alltaf nokkuð skemmtilegt að pæla í þeirri gjöf.

Allavegana, þá eru þetta aðallega gjafir handa foreldrum, yngri systur minni og svo gjafir handa börnum eldri systkina minna. Ég er alltaf langbestur í gjöfum handa litlu krökkunum, því mér þykir ennþá gaman að fara inní dótabúðir.

Fór í fyrsta skipti inní Accessorize í Kringlunni og stóð þar einsog álfur í nokkrar mínútur, þar til ég fékk eina stelpu til að hjálpa mér að finna gjöf. Sú búð er ekki gerð fyrir stráka, það get ég sagt ykkur!

Annars langar mig að djamma í kvöld, en það lítur svo sem ekkert alltof vel út.

Hmmm... og var í Byko áðan og spáði í því hvort ég ætti að kaupa mér jólaskraut fyrir íbúðina mína en hætti við. Ég er alveg ferlega slappur í skreytingastússi. Er ekki með neitt, sem minnir á jólin hérna í íbúðinni.

Jú, nema smákökurnar sem mamma bakaði. Þær eru reyndar að vera búnar, sem gæti stafað af tvennu: Mamma bakaði of lítið, eða ég hef borðað of mikið.

296 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33