« desember 21, 2003 | Main | desember 24, 2003 »

Deiglujól

desember 23, 2003

Vá, hvað þessi grein á Deiglunni er mikil snilld: Einhleyp(ur) um jólin. Án efa besta grein, sem ég hef lesið á Deiglunni. Ég stó mig að því að skella uppúr nokkrum sinnum.

Jólin miðast nefnilega við þetta snargeggjaða parasamfélag þegar á fullorðnisár er komið. ,,Það er allt breytt vegna þín, þú komst með jólin með þér...úúúú....ég vil eiga jólin með þéééér!!!” Eða þá ´Blue Christmas´ sem gengur út hvað jólin séu ömurleg ef maður er ekki með maka sér við hlið. Það er aldrei sungið um hvað það sé frábært að vera einhleypur um jól, enda er það ekkert frábært.

Þegar haldið er svo til dæmis í jólaboðin komum við einhleypu oftar en ekki í bíl með foreldrum okkar og sitjum aftur í spennt niður í sætin eins og börn. Pörin koma hins vegar saman á litlum Toyota Corolla-bílum skælbrosandi og sæl.

Vá, hvað þetta er fyndin grein. Þið verðið að lesa hana It's so funny because it's true. Ég upplifið það í fyrra að fara í jólaboð single eftir að hafa verið með sömu stelpunni í þessum boðum í fjögur ár. Það var martröð líkast. Í útlöndum væru menn farnir að ókyrrast yfir því að vera ekki giftir um 35, en hérna gerist það þegar fólk verður 22. Jedúddamía...

Annars eru jólin allt öðruvísi þegar maður er single. Einhvern veginn nenni ég ekki að eyða neinum tíma í jólagjafainnkaup, heldur rýk inn og út úr verslunum á mettíma. Einnig sé ég mig ekki standa í miðri stofunni, skreytandi jólatréið. Fyrr held ég að ég myndi gráta mig í svefn heldur en að standa í slíkum stórræðum.

Annars ætla ég bara að njóta þeirra kosta, sem fylgja því að vera single um þessi jól, það er að geta legið uppí sófa og spilað í xbox án þess að hafa neitt samviskubit yfir því að ég sé ekki að gera eitthvað skemmtilegt með hinum aðilanum.

En varðandi jólin þá er ég ekki einn um að ganga í gegnum yfirheyrslu, augngotur og vorkunn. Þess vegna legg ég til að við einhleypu stofnum með okkur samtök, og tökum upp hentistefnusambönd um jól. Kaupum e-ð handa okkur sjálfum sem okkur hefur lengi langað í og skrifum á jólakortin ,,Til mín frá þér.” Tækjum fullan þátt í hátíðarhöldunum og yfirborðssamræðunum með hinum pörunum, sem þá hafa misst öll vopn úr hendi sér og slítum síðan samvistum á Nýársdag. Þá verðum við aftur frjáls og öfundarefni kófsveittra joggingpara sem hafa misst eina tækifærið til að láta okkur hafa það. Einhleyp...pörum okkur saman um jólin og lýsum yfir stríði á hendur þessu geggjaða parasamfélagi. Sameinuðu stöndum vér, sundruð djömmum vér!

Þessi Guðfinnur ætti að skrifa oftar á Deigluna!

442 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33