« desember 28, 2003 | Main | desember 30, 2003 »
Franska flónið
Á ég að láta Houllier, Heskey og gengi Liverpool fara í taugarnar á mér? Nei, sennilega ekki og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ónæmur fyrir þessum óförum. Eeeeen, Houllier er alltaf að toppa sjálfan sig.
Hér er atburðarás síðustu daga:
1 Heskey getur ekki blautan nokkra leiki í röð
2 Houllier tekur, aldrei þessu vant, góða ákvörðun og setur Heskey á bekkinn og Sinama Pongolle í byrjunarliðið
3 Liverpool leikur sinn besta leik í langan tíma, liðið vinnur 3-1 og Pongolle skorar glæsilegt skallamark
4 Í næsta leik ákveður Houllier að það gangi hreinlega ekki að breyta engu, og því ákveður hann að breyta sigurliðinu frá því í síðasta leik. Setur Pongolle á bekkinn og Heskey inná
5 Liverpool leikur hörmulega í 45 mínútur
6 Houllier áttar sig og setur Pongolle inná og Liverpool skora tvö mörk. Þegar tvær mínútur eru komnar framyfir venjulegan leiktíma MISSIR Heskey boltann, City menn ná honum og skora jöfnunarmarkið.
Ég leyfi mér að fullyrða það að ef Emile Heskey myndi leggjast á jörðina í vítateig Liverpool í miðjum leik, kveikja sér í sígarettu og neita að hreyfa sig í 20 mínútur, standa svo upp og skora 5 sjálfsmörk, þá myndi hann samt sem áður vera fyrsta nafn í byrjunarliði Houlliers í næsta leik!
Ég er algjörlega kominn með uppí kok af þessum franska fábjána í stjórasætinu hjá Liverpool. Bara að hlusta á þetta viðtal eftir leikinn er nóg til að gera mig fokillann.
Houllier viðurkennir í viðtalinu að Liverpool sé í annari deild heldur en topp-3 liðin og hann stefnir á að vinna þá deild! Frábært! Svo verður hann fúll þegar gefið er í skyn að sala hans á Anelka hafi verið eitthvað annað en stórkostlega snjallt bragð.
Svo kemur nýjasta afsökunin um að gengi liðsins sé allt meiðslum að kenna. Þeir á BBC benda á að liðið, sem Houllier spilaði gegn Manchester City hafi kostað 60 milljónir punda. Þar af eru 20 milljónum punda skynsamlega fjárfest í snillingana Diouf og Heskey, sem hafa skorað 4 mörk samanlagt í vetur. 20 milljónir punda í framherja, sem leika alla leiki liðsins og skora 4 mörk!
Houllier kýs að gleyma því að Manchester United hefur spilað án síns besta manns, Paul Scholes, mestalla leiktíðina ásamt Wes Brown og Solskjaer. Arsenal hefur haft hálft liðið í banni alla leiktíðina og svo framvegis.
Þrátt fyrir það eru Liverpool TÖTTÖGU STIGUM á eftir Manchester United og tímabilið er ekki einu sinni fokking hálfnað! Liðið er TÓLF STIGUM Á UNDAN WOLVES!! Og liðið er fyrir neðan CHARLTON OG FULHAM, með jafnmörg stig og SOUTHAMPTON OG BIRMINGHAM!!!!!
Aaaaaaaaaaaarrrrrrghhhhhhhhhhhhhhhhh, ég held þetta ekki út mikið lengur.
Franska flónið
Á ég að láta Houllier, Heskey og gengi Liverpool fara í taugarnar á mér? Nei, sennilega ekki og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ónæmur fyrir þessum óförum. Eeeeen, Houllier er alltaf að toppa sjálfan sig.
Hér er atburðarás síðustu daga:
1 Heskey getur ekki blautan nokkra leiki í röð
2 Houllier tekur, aldrei þessu vant, góða ákvörðun og setur Heskey á bekkinn og Sinama Pongolle í byrjunarliðið
3 Liverpool leikur sinn besta leik í langan tíma, liðið vinnur 3-1 og Pongolle skorar glæsilegt skallamark
4 Í næsta leik ákveður Houllier að það gangi hreinlega ekki að breyta engu, og því ákveður hann að breyta sigurliðinu frá því í síðasta leik. Setur Pongolle á bekkinn og Heskey inná
5 Liverpool leikur hörmulega í 45 mínútur
6 Houllier áttar sig og setur Pongolle inná og Liverpool skora tvö mörk. Þegar tvær mínútur eru komnar framyfir venjulegan leiktíma MISSIR Heskey boltann, City menn ná honum og skora jöfnunarmarkið.
Ég leyfi mér að fullyrða það að ef Emile Heskey myndi leggjast á jörðina í vítateig Liverpool í miðjum leik, kveikja sér í sígarettu og neita að hreyfa sig í 20 mínútur, standa svo upp og skora 5 sjálfsmörk, þá myndi hann samt sem áður vera fyrsta nafn í byrjunarliði Houlliers í næsta leik!
Ég er algjörlega kominn með uppí kok af þessum franska fábjána í stjórasætinu hjá Liverpool. Bara að hlusta á þetta viðtal eftir leikinn er nóg til að gera mig fokillann.
Houllier viðurkennir í viðtalinu að Liverpool sé í annari deild heldur en topp-3 liðin og hann stefnir á að vinna þá deild! Frábært! Svo verður hann fúll þegar gefið er í skyn að sala hans á Anelka hafi verið eitthvað annað en stórkostlega snjallt bragð.
Svo kemur nýjasta afsökunin um að gengi liðsins sé allt meiðslum að kenna. Þeir á BBC benda á að liðið, sem Houllier spilaði gegn Manchester City hafi kostað 60 milljónir punda. Þar af eru 20 milljónum punda skynsamlega fjárfest í snillingana Diouf og Heskey, sem hafa skorað 4 mörk samanlagt í vetur. 20 milljónir punda í framherja, sem leika alla leiki liðsins og skora 4 mörk!
Houllier kýs að gleyma því að Manchester United hefur spilað án síns besta manns, Paul Scholes, mestalla leiktíðina ásamt Wes Brown og Solskjaer. Arsenal hefur haft hálft liðið í banni alla leiktíðina og svo framvegis.
Þrátt fyrir það eru Liverpool TÖTTÖGU STIGUM á eftir Manchester United og tímabilið er ekki einu sinni fokking hálfnað! Liðið er TÓLF STIGUM Á UNDAN WOLVES!! Og liðið er fyrir neðan CHARLTON OG FULHAM, með jafnmörg stig og SOUTHAMPTON OG BIRMINGHAM!!!!!
Aaaaaaaaaaaarrrrrrghhhhhhhhhhhhhhhhh, ég held þetta ekki út mikið lengur.
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33