« október 25, 2005 | Main | október 28, 2005 »

Augnabrýr

október 26, 2005

Er Vilhjálmur Þ, Sjálfstæðismaður búinn að láta plokka augnabrýrnar?

Sjá hér: Fyrir og eftir.

Hann hlýtur að vera án efa mest metrósexúal frambjóðandinn. Húrra fyrir honum. Hver var samt tilgangurinn með kappræðum hans og Gísla Marteins í Kastljósinu síðasta fimmtudag? Kappræðurnar eru án efa súrustu sjónvarpskappræðurnar í sögu lýðveldisins. Stjórnendur þáttarins hefðu náð sama árangri með því að spyrja bara tveggja spurninga: 1. “Vilhjálmur: Ert þú betri en Gísli Marteinn?” og 2: “Gísli: Ert þú betri en Vilhjálmur?”.

Ekki gott. Gísli Marteinn lofaði svo lægri sköttum, en þegar hann var spurður að því hvar hann ætlaði að fá peningana fyrir skattalækkunum, þá sagði hann að hann trúði því að frambjóðendur í prófkjöri ættu ekki að setja fram loforð. Magnað.

119 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33