« desember 11, 2005 | Main | desember 13, 2005 »

Jólakort

desember 12, 2005

Ein stutt spurning: Finnst ykkur við hæfi að einstaklingur, sem er ógiftur og á engin börn, sendi myndir af sjálfum sér með jólakortum (hugsanlega frá ferðalögum til Ameríku, sem þessi einstaklingur gæti hafa farið í)? Gerir það kortin persónulegri, eða er það bara asnalegt? Hvort vilduð þið frekar fá? Má kannski bara senda barnamyndir með jólakortum?

Þessi einstaklingur er að fara að hefja jólakortaskrif í fyrsta skipti og honum leiðist ógurlega að fá jólakort, þar sem bara stendur á “takk fyrir árið - kveðja X&X”.

85 Orð | Ummæli (16) | Flokkur: Almennt

Unnur Birna stefnir æsku landsins í voða!

desember 12, 2005

Uppboðið heldur áfram, en ég hef samt sem áður þörf á því að tjá mig um önnur mál á meðan á því stendur. :-)

unnurbirna.jpg Gott og vel að menn skuli mótmæla því þegar að fegurðarsamkeppnir eru haldnar. Ég skil svo sem alveg sum viðhorf, sem þar koma fram. En er ekki hægt að láta Unni Birnu njóta titilsins Ungfrú Heimur í allavegana tvo daga áður en það fara að birtast viðtöl við fólk, sem hefur allt á móti fegurðarsamkeppnum? Væri það ekki smekklegt? Ekki var tekið viðtal við mig þegar að Örn Arnarson vann síðast titil í sundi og ég beðinn um að útskýra fyrir landanum hvað mér finndist sund vera leiðinleg og asnaleg íþrótt.

Á leiðinni heim úr vinnu hlustaði ég á viðtal á NFS. Þáttastjórnendum þar fannst það við hæfi í kjölfar sigurs Unnar Birnu í Miss World að fá til sín sérfræðing í átröskun til að tala um áhrif sigurs hennar í keppninni.

Þar snérist umræðan öll um hvaða stórkostlegu áhrif þessi sigur Unnar myndu hafa á litlar stelpur á Íslandi. Annar gestanna í þættinum sagði m.a. eftirfarandi:

mér hrýs hugur við að vita af litlum stelpum, sem vilja vera einsog Unnur Birna.

Og með því var hún væntanlega að segja að hún byggist við því að Unnur Birna og hennar velgengni yrði undanfari anorexíu-faraldar á Íslandi! Látum það vera hversu hræðilega ósmekklegt þetta komment er, því það er líka algjörlega fáránlegt. Viðmælandinn hélt svo áfram og gagnrýndi það að stelpurnar í þessum keppnum gætu farið í brjóstastækkun.

Hérna er mynd af Unni Birnu í bikiníi (og hér er önnur). Ég spyr, er eitthvað óeðlilegt við hana? Er það eitthvað óhollt að stelpur vilji líkjast henni? Hún er alveg fáránlega sæt, en mér sýnist hún vera ósköp eðlilega vaxin. Allavegana þekki ég fullt af stelpum, sem eru svipaðar að vaxtarlagi. Hún hefur væntanlega ekki farið í brjóstastækkun og hún er grönn, en alls ekki of grönn. Hvað í ósköpunum er svona hræðilegt við það að vilja líkjast henni? Ég hreinlega get ekki séð það.


Seinna í þættinum var það svo gagnrýnt að Háskólinn í Reykjavík óski Unni Birnu til hamingju og þótti það merki um að sú akademíska stofnun væri að leggjast lágt. Alveg slepptu þær að minnast á að Unnur er nemandi við skólann og því afskaplega eðlilegt að starfsfólk skólans óski henni til hamingju með árangurinn.


Ég skil ekki almennilega af hverju fólk má ekki hafa sér fallegar fyrirmyndir, sem það vill líkjast. Af hverju er það slæmt að stelpur vilji líkjast Unni Birnu í vexti? Á meðan þær eru augljóslega heilbrigðar fyrirmyndir (einsog mér sýnist Unnur vera), þá sé ég ekki vandamálið.

Það er fullt af strákum og mönnum í þessum heimi, sem ég vildi líkjast á ákveðnum sviðum. Sem eru betur vaxnir en ég, með flottara hár, eru fyndnari en ég, klárari og í flottari fötum. Er það eitthvað óheilbrigt við mig að ég vilji líkjast þeim að hluta? Ég vill ekki verða þeir, en ég sé ákveðna hluti í fari annarra, sem ég vil líkjast. Ég er með mikið sjálfstraust (of mikið segja víst sumir), en það er ekki þar með sagt að ég sjái ekki hluti, sem ég vilji bæta varðandi útlit mitt, hegðun og lífsmynstur á hverjum degi. Það er ekki óheilbrigt og það er ekki ógnun við eitt né neitt. Ég held að við höfum öll beint eða óbeint slíkar fyrirmyndir. Ég sé ekkert athugavert við það.

Og það þarf ekki að láta einsog að löngun allra stelpna til að verða grennri hljóti að leiða til átröskunnar. Getur ekki alveg eins verið að útlit Unnar Birnu hvetji ungar stelpur til að borða hollari mat og stunda líkamsrækt? Einhvern veginn finnst mér líklegt að Unnur hafi náð sínu útliti með þeim ráðum í stað þess að standa yfir klósettinu á hverju kvöldi. Af hverju þarf alltaf að vera að gefa annað í skyn?

Það er ekkert að því að íslenskar stelpur vilji vera grannar!!! Nákvæmlega ekkert!

656 Orð | Ummæli (40) | Flokkur: Almennt

Uppboð: Gamlar Myndavélar

desember 12, 2005

Ok, næsta mál á dagskrá í uppboðinu til styrktar börnum í Mið-Ameríku áfram.

Í þessum hluta ætla bjóða upp gamlar myndavélar. Misgamlar og misvelfarnar, sem að einhverjir gætu haft gagn af. Ég vil einnig minna að hæsta boð í digital vélina mína er 10.000

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á fimmtudag

Solida III

Lágmark: 3.000
Myndir: Solida III
Þessi myndavél er frá árinu 1954. Hún lítur mjög vel út í dag, en satt best að segja veit ég ekki hvort hún virkar, enda á ég ekki filmu í hana. Sjá nánari upplýsingar um vélina hér.

Kodak Instamatic 133-X

Lágmark: 500
Fyrsta myndavélin, sem ég átti. Notaði hana í eitt ár og hún kveikti hjá mér áhuga um myndavélar. Myndavélin er sennilega frá um 1970, enda var hún orðinn forngripur þegar ég fékk hana að gjöf. Sjá mynd hér.

Canon Canonet

Lágmark: 3.000
Myndir: Canonet 1 - Canonet 2 Þessi myndavél er frá árinu 1961. Hún er ekki alveg jafnvel farin og Solida myndavélin, en samt í ágætis standi. Er með tösku. Einsog með Solida veit ég ekki hvort hún virkar.

Sjá nánaru upplýsingar um Canonet hér

Canon Ixus L-1

Lágmark: 500
Mynd: Canon Ixus L-1
Nota bene, þetta er filmumyndavél og það sem meira er, þetta er APS filmumyndavél. Get ekki séð marga notkunamöguleika, nema einhver vilji gefa litlum krakka myndavél. Ég fékk eldgamla myndavél þegar ég var 5-6 ára og það kveikti myndavélaáhugann hjá mér. Lítil taska fylgir. Annað ekki.

284 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Uppboð

Uppboð: Gömul tölvuspil

desember 12, 2005

Jæja, þá heldur uppboðið til styrktar börnum í Mið-Ameríku áfram.

Núna ætla ég að byrja að bjóða upp gamla hluti, sem sennilega hafa ekki mikið gildi fyrir flesta, en einhverjir safnarar gætu haft gaman af. Í þessum hluta ætla bjóða upp gömul tölvuspil. Þetta eru allt Nintendo tölvuspil, sem ég spilaði þegar ég var lítill. Hef ekki prófað þau, en býst ekki við öðru en að þau virki. Tækin eru skiljanlega rispuð (sjá myndir)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Uppboðið mun ljúka á miðnætti á fimmtudag.

Donkey Kong II - Myndir 1 - 2
GoldCliff- Myndir 1 - 2
Mario Bros - Myndir 1 - 2
Octopus- Myndir 1
Squish - Myndir 1
Donkey Kong Hockey - Myndir 1

156 Orð | Ummæli (20) | Flokkur: Uppboð

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33